Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

106. fundur 19. nóvember 2014 kl. 15:00 - 16:55 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Einar Þorvaldsson ritari
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
  • Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Ásta B. Pálmadóttir, sveitarstjóri, og Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri, sátu 1. og 2. lið fundar.

1.Brunavarnir Skagafjarðar - gjaldskrá 2015

Málsnúmer 1411167Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir tillaga frá Brunavörnum Skagafjarðar um gjaldskrá fyrir árið 2015.
Gjaldskráin nær yfir útselda vinnu, leigu tækja í sérstök verkefni og slökkvitækjaþjónustu.
Lagt er til að gjaldskrár Brunavarna Skagafjarðar ásamt gjaldskrá fyrir slökkvitækjaþjónustu verði hækkuð sem nemur 3,5%.
Nefndin samþykkir hækkun á gjaldskrá og vísar til byggðaráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2015 - Brunavarnir Skagafjarðar

Málsnúmer 1411144Vakta málsnúmer

Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2015.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - Fráveita

Málsnúmer 1411143Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fráveitu fyrir árið 2015.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - Umferðar- og samgöngumál

Málsnúmer 1411142Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun umferðar- og samgöngumála fyrir árið 2015.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.

5.Fjárhagsáætlun 2015 - Hreinlætismál

Málsnúmer 1411141Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun hreinlætismála fyrir árið 2015.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.

6.Umsagnarbeiðni - tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll.

Málsnúmer 1411145Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir umsagnarbeiðni vegna tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll.
Umhverfis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll. Nefndin hvetur alþingi til að skoða fleiri kosti í millilandaflugi, m.a. Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem áður hefur komið sterklega til greina sem millilandaflugvöllur vegna góðra aðflugsskilyrða og annara öryggisþátta.

7.Sorphirða - gjaldskrá 2015

Málsnúmer 1411178Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir óbreytta gjaldskrá vegna sorphirðu fyrir árið 2015.

8.Fráveita - gjaldskrá 2015

Málsnúmer 1411177Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir óbreytta gjaldskrá vegna fráveitu fyrir árið 2015.

9.Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2015.

Málsnúmer 1411171Vakta málsnúmer

Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá vegna hunda og kattahalds fyrir árið 2015;
1. grein: Árlegt leyfisgjald fyrir hund verði hækkað í 10.000 kr á ári.
2. grein: Árlegt leyfisgjald fyrir kött verði hækkað í 7.000 kr á ári.
4. grein: Handsömunargjald verði 10.000 kr í fyrsta skipti og hækkar eftir það í 20.000 kr. Óskráðir hundar og kettir skulu ekki afhentir eigendum sínum fyrr en að lokinni skráningu.
Bætt verði við nýrri 5. grein:
"Hafi leyfishafi lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af Sveitarfélaginu Skagafirði lækka gjöldin skv. 1. gr. gjaldskrár þessarar um 30%.
Skilgreiningar á því að leitarhundur sé undanþeginn leyfisgjaldi er að viðkomandi hundur hafi að minnsta kosti B viðurkenningu útgefna af viðurkenndum leiðbeinanda og skal ljósrit af viðurkenningu afhendast við umsókn um niðurfellingu leyfisgjalda. Heimilt er að ógilda niðurfellingu leyfisgjalda sé viðkomandi hundur ekki lengur á skrá sem leitarhundur samkvæmt skilgreiningu þessari."
5. grein verður 6. grein.
6. grein verður 7. grein.

Fundi slitið - kl. 16:55.