Fara í efni

Gjaldskrá - niðurgreiðsla daggæslu í heimahúsum 2015

Málsnúmer 1411170

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 679. fundur - 20.11.2014

Lögð fram tillaga um að viðmiðunarupphæðir í gjaldskrá vegna dagvistunar barna á einkaheimilum fyrir árið 2015 verði óbreyttar frá árinu 2014.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fulltrúi Vg og óháðra Hildur Þóra Magnúsdóttir situr hjá við afgreiðsluna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sér liðar nr. 34 "Gjaldskrá - niðurgreiðsla daggæslu í heimahúsum 2015" Samþykkt samhljóða

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Vísað frá 679.fundi byggðarráðs þann 20. nóvember 2014.

"Lögð fram tillaga um að viðmiðunarupphæðir í gjaldskrá vegna dagvistunar barna á einkaheimilum fyrir árið 2015 verði óbreyttar frá árinu 2014.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Hildur Þóra Magnúsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Tímabært er að endurskoða upphæð niðurgreiðslu til daggæslu í heimahúsum. Sú upphæð sem nú er miðað við hefur staðið óbreytt frá árinu 2009. Taxtar dagmæðra hækka eins og annað í samfélaginu og borga því foreldrar ungra barna meira með hverri hækkun sem verður á taxta dagmæðra. Þetta þarf að fylgjast að svo ekki komi til auknar álögur á fólk með ung börn."

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og tekur undir bókun Hildar Þóru.
Sigríður Svavarsdóttir, með leyfi forseta, tók til máls.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum.

Hildur Þóra Magnúsdóttir og Sigurjón Þórðarson óskar bókað að þau sitji hjá við afgreiðsluna."