Fara í efni

Beiðni um afnot af Litla-Skógi v/bogfimimóts

Málsnúmer 1503205

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 691. fundur - 26.03.2015

Lagt fram bréf frá Bogveiðifélagi Íslands, dagsett 23. mars 2015, þar sem óskað er eftir afnotum af Litla-Skógi helgina 14.-16. ágúst 2015 og 2-3 daga á undan vegna Íslandsmóts í Vallabogfimi IFAA. Þykja aðstæður í Litla-Skógi henta vel til mótshalds af þessu tagi, eins og kom í ljós þegar mótið var haldið þar i fyrra. IFAA er næst stærsta bogimisamband á alþjóðavísu.
Byggðarráð samþykkir að heimila fyrir sitt leyti að bogfimimótið verði haldið í Litla-Skógi svo fremi að önnur skilyrði til mótshaldsins verði uppfyllt og fyllsta öryggis gætt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 691. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.