Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Air 66N - ósk um fund og framlag
Málsnúmer 1503013Vakta málsnúmer
Erindið var áður tekið fyrir á 689. fundi byggðarráðs 12. mars 2015. Óskað er eftir aðkomu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að verkefninu Flugklasinn Air 66N og framlagi til þess sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í þrjú ár. Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kom til viðræðu við byggðarráð undir þessum dagskrárlið.
2.14/11/04 Reglur um Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1409248Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að reglum fyrir ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar sbr. Æskulýðslög nr. 70/2007. Drögin voru samþykkt á 218. fundi félags- og tómstundanefndar, 3. mars 2015.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3.Aðstaða fyrir RÚV á Sauðárkróki - uppsögn
Málsnúmer 1503034Vakta málsnúmer
Málið áður dagskrá 690. fundi byggðarráðs 19. mars 2015. Lagður fram tölvupóstur frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra vegna bókunar ráðsins á fyrrnefndum fundi og kemur þar fram að hann er tilbúinn til að hitta fulltrúa sveitarfélagsins vegna málsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna hentugan tíma fyrir fund með útvarpsstjóra.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Í ljósi þess að útvarpsstjóri hefur tekið þá ákvörðun að leggja af alla starfsemi í Skagafirði, þá er rétt að beina því til þingmanna kjördæmisins að beita sér fyrir því að Skagfirðingum verði gert kleift að verja hluta af útvarpsgjaldi til ljósvakamiðils að eigin vali t.d. N4 sem hefur fjallað reglulega um þjóð- og menningarlíf í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna hentugan tíma fyrir fund með útvarpsstjóra.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Í ljósi þess að útvarpsstjóri hefur tekið þá ákvörðun að leggja af alla starfsemi í Skagafirði, þá er rétt að beina því til þingmanna kjördæmisins að beita sér fyrir því að Skagfirðingum verði gert kleift að verja hluta af útvarpsgjaldi til ljósvakamiðils að eigin vali t.d. N4 sem hefur fjallað reglulega um þjóð- og menningarlíf í Skagafirði.
4.Beiðni um afnot af Litla-Skógi v/bogfimimóts
Málsnúmer 1503205Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Bogveiðifélagi Íslands, dagsett 23. mars 2015, þar sem óskað er eftir afnotum af Litla-Skógi helgina 14.-16. ágúst 2015 og 2-3 daga á undan vegna Íslandsmóts í Vallabogfimi IFAA. Þykja aðstæður í Litla-Skógi henta vel til mótshalds af þessu tagi, eins og kom í ljós þegar mótið var haldið þar i fyrra. IFAA er næst stærsta bogimisamband á alþjóðavísu.
Byggðarráð samþykkir að heimila fyrir sitt leyti að bogfimimótið verði haldið í Litla-Skógi svo fremi að önnur skilyrði til mótshaldsins verði uppfyllt og fyllsta öryggis gætt.
Byggðarráð samþykkir að heimila fyrir sitt leyti að bogfimimótið verði haldið í Litla-Skógi svo fremi að önnur skilyrði til mótshaldsins verði uppfyllt og fyllsta öryggis gætt.
5.Ketubjörg á Skaga
Málsnúmer 1503209Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar vettvangsmyndir frá Ketubjörgum á Skaga, en þar hefur skapast mikið hættuástand vegna sprungumyndunar og hrunhættu í bjarginu.
6.Ráðgefandi hópur um aðgengismál
Málsnúmer 1411046Vakta málsnúmer
Erindið áður tekið fyrir á 677. fundi byggðarráðs, 6. nóvember 2014. Hópinn áttu að skipa tveir fulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði og einn fulltrúi frá Sjálfsbjörg og annar frá Þroskahjálp i Skagafirði. Ekki hefur borist tilnefning frá Þroskahjálp.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna í hópinn á næsta byggðarráðsfundi.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna í hópinn á næsta byggðarráðsfundi.
7.Samstarfsverkefni Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og HSN - fimm ára verkefni
Málsnúmer 1503084Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Kiwanisklúbbnum Drangey, dagsett 10. mars 2015 þar sem klúbburinn óskar eftir styrktarsamningi vegna ristilskimunarverkefnis klúbbsins, til næstu fimm ára.
Byggðarráð samþykkir að bjóða forsvarsmönnum verkefnisins á fund til viðræðu um það.
Byggðarráð samþykkir að bjóða forsvarsmönnum verkefnisins á fund til viðræðu um það.
8.Vinabæjarmót 2015 í Kongsberg, Noregi
Málsnúmer 1502157Vakta málsnúmer
Málið áður fyrir 690. fundi byggðarráðs, 19. mars 2015.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins verði byggðarráð, sveitarstjóri, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála og verkefnisstjóri atvinnumála.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins verði byggðarráð, sveitarstjóri, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála og verkefnisstjóri atvinnumála.
9.Hólar 146440 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1502231Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 26. febrúar 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkróki, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Bjórsetur Íslands, veitingastaður, flokkur II, krá. Forsvarsmaður er Bjarni Kristófer Kristjánsson, kt. 031271-3399.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
10.Sveitasetrið, Hofsstaðir lóð 1 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1503193Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 20. mars 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Selsbursta ehf, kt. 411298-2219, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Sveitasetrið, Hofsstöðum, 551 Sauðárkróki. Búið er að bæta við einu húsi með gistirými fyrir 8 manns. Gististaður, gistiheimili, flokkur II, gistirými og veitingastaður, veitingahús, flokkur II. Forsvarsmaður er Þórólfur Sigjónsson, kt. 270165-4359.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
11.Aðalgata 19 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1503192Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 20. mars 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Microbars ehf, kt. 630412-1370, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Microbar and bed, Aðalgötu 19, 550 Sauðárkróki. Gististaður, gistiskáli, flokkur II, fjöldi gesta 10. Forsvarsmaður er Árni Hafstað, 260767-4539.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 10:47.