Fara í efni

Tilnefning svæða í norrænni skipulagssamkeppni - Nordic Built Cities Challenge

Málsnúmer 1503247

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 692. fundur - 09.04.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun, dagettur 25. mars 2015 um tilnefningu svæða í norræna skipulagssamkeppni, Nordic Built Cities Challenge. Samkeppnin er hluti áætlunar sem Norræni nýsköpunarsjóðurinn vinnur að á árabilinu 2015-2018 um sjálfbærni og nýsköpun í skipulagi norrænna bæja og borga. Markmið samkeppninnar er að styðja nýsköpun og þverfaglegar lausnir í norrænni skipulagsgerð og stuðla að sjálfbæru bæjarskipulagi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar til umræðu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 692. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.