Sóknaráætlun Norðurlands vestra - uppbyggingarsjóður 2015
Málsnúmer 1504025
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 17. fundur - 10.04.2015
Fjallað um umsóknir í Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árið 2015. Nefndin ákveður að sækja um styrki sem mótframlög í verkefni fyrir hönd sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015
Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskað bókað að hún sitji hjá, en fulltrúi K lista sat ekki fundinn því hann hafði hafði ekki vitneskju um hann..
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 19. fundur - 08.06.2015
Kynnt var afgreiðsla umsókna sem Sveitarfélagið Skagafjörður sendi inn í uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra, vegna annars vegar útgáfu göngukorts fyrir framhérað Skagafjarðar og hins vegar vegna gerðar heiðursmerkis tileinkað Hannesi Péturssyni skáldi. Bæði verkefni fengu styrk úr sjóðnum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015
Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.