Helluland land B 212710 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1504246
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 273. fundur - 11.05.2015
Andrés Geir Magnússon kt. 250572-4849 eigandi Hellulands lands B í Hegranesi í Skagafirði, landnr. 212710, sækir um leyfi til að skipta lóð út úr landinu. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðinni lóðarstofnun. Uppdrátturinn er í verki númer 7173, nr. S01 í verki nr. 7173, dagsettur 20. apríl 2015. Erindið samþykkt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015
Afgreiðsla 273. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.