Fara í efni

Náttúrustofa Nv

Málsnúmer 1506085

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 699. fundur - 11.06.2015

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Sveitarfélögin Skagafjörður, Akrahreppur, Húnaþing vestra og Skagaströnd eru sammála um að standa saman að því að efla og tryggja rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Öðrum sveitarfélögum á Norðulandi vestra stendur til boða að taka þátt í þessu samstarfi óski þau eftir því.
Starfsemi Náttúrustofunnar verður efld með því að koma á starfsstöðvum á Hvammstanga og Skagaströnd auk núverandi starfsstöðvar á Sauðarárkróki. Stefnt er að því að við Náttúrustofuna séu 1,5-2 stöðugildi sem skipt verður eftir frekara samkomulagi. Til þess að fjármagn til rannsókna nýtist sem best skulu starfsstöðvarnar leita samstarfs við fyrirtæki og stofnanir á hverjum stað sem sinna skyldum verkefnum - Selasetrið á Hvammstanga, Biopól á Skagaströnd og Háskólann á Hólum í Skagafirði. Jafnframt skal Náttúrustofan leita samstarfs við sem flesta aðila, innlenda sem erlenda, um rannsóknir á náttúru Norðurlands vestra.
Stjórn Náttúrustofunnar verður skipuð af fulltrúm þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að rekstri hennar. Forstöðumaður Náttúrustofunnar verður staðsettur á Sauðárkróki. Sveitarfélögin leggja til 30% af rekstrarkostnaði Náttúrustofunnar á móti framlagi ríkisins. Framlög sveitarfélaganna skiptast í hlutfalli við íbúafjölda.

Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi drög að viljayfirlýsingu um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 699. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 763. fundur - 10.11.2016

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. nóvember 2016 frá Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi rekstur stofnunarinnar og samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um hann.

Byggðarráð samþykkir að ganga frá samkomulagi við þau sveitarfélög sem hafa lýst áhuga sínum á að koma að rekstri stofnunarinnar.