Náttúrustofa Nv
Málsnúmer 1506085
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015
Afgreiðsla 699. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 763. fundur - 10.11.2016
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. nóvember 2016 frá Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi rekstur stofnunarinnar og samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um hann.
Byggðarráð samþykkir að ganga frá samkomulagi við þau sveitarfélög sem hafa lýst áhuga sínum á að koma að rekstri stofnunarinnar.
Byggðarráð samþykkir að ganga frá samkomulagi við þau sveitarfélög sem hafa lýst áhuga sínum á að koma að rekstri stofnunarinnar.
Sveitarfélögin Skagafjörður, Akrahreppur, Húnaþing vestra og Skagaströnd eru sammála um að standa saman að því að efla og tryggja rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Öðrum sveitarfélögum á Norðulandi vestra stendur til boða að taka þátt í þessu samstarfi óski þau eftir því.
Starfsemi Náttúrustofunnar verður efld með því að koma á starfsstöðvum á Hvammstanga og Skagaströnd auk núverandi starfsstöðvar á Sauðarárkróki. Stefnt er að því að við Náttúrustofuna séu 1,5-2 stöðugildi sem skipt verður eftir frekara samkomulagi. Til þess að fjármagn til rannsókna nýtist sem best skulu starfsstöðvarnar leita samstarfs við fyrirtæki og stofnanir á hverjum stað sem sinna skyldum verkefnum - Selasetrið á Hvammstanga, Biopól á Skagaströnd og Háskólann á Hólum í Skagafirði. Jafnframt skal Náttúrustofan leita samstarfs við sem flesta aðila, innlenda sem erlenda, um rannsóknir á náttúru Norðurlands vestra.
Stjórn Náttúrustofunnar verður skipuð af fulltrúm þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að rekstri hennar. Forstöðumaður Náttúrustofunnar verður staðsettur á Sauðárkróki. Sveitarfélögin leggja til 30% af rekstrarkostnaði Náttúrustofunnar á móti framlagi ríkisins. Framlög sveitarfélaganna skiptast í hlutfalli við íbúafjölda.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi drög að viljayfirlýsingu um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.