Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015
Málsnúmer 1411182Vakta málsnúmer
2.Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018
Málsnúmer 1506084Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018.
Byggðarráð Sveitarfélagins Skagafjarðar lýsir vonbrigðum og þungum áhyggjum af framkominni samgönguáætlun 2015-2018 þar sem Skagafjörður er sniðgenginn. Ljóst er að við núverandi tillögur veður vart unað og óliðandi að ekki verði einni krónu veitt í vegaframkvæmdir í Skagafirði á umræddu tímabili, 2015-2018, sem og að svo virðist vera að búið sé að taka Alexandersflugvöll út úr grunnneti innanlandsflugs.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að stjórnvöld endurskoði áform sín og taki tillit til þarfa svæðisins í sinni áætlunargerð.
Byggðarráð Sveitarfélagins Skagafjarðar lýsir vonbrigðum og þungum áhyggjum af framkominni samgönguáætlun 2015-2018 þar sem Skagafjörður er sniðgenginn. Ljóst er að við núverandi tillögur veður vart unað og óliðandi að ekki verði einni krónu veitt í vegaframkvæmdir í Skagafirði á umræddu tímabili, 2015-2018, sem og að svo virðist vera að búið sé að taka Alexandersflugvöll út úr grunnneti innanlandsflugs.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að stjórnvöld endurskoði áform sín og taki tillit til þarfa svæðisins í sinni áætlunargerð.
3.Ákvörðun um áfrýjun.
Málsnúmer 1506086Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð nýrrar stjórnar Náttúrustofu Norðulands vestra, frá 6. júní 2015. Þar var til umfjöllunar mál Þorsteins Sæmundssonar við Náttúrustofu Norðurlands vestra. Stjórn NNV leggur til að niðurstöðu málsins verði ekki áfrýjað og beinir því til sveitarstjórnar að ljúka málinu. Byggðarráð samþykkir tillögu stjórnar NNV um að dómnum verði ekki áfrýjað.
4.Náttúrustofa Nv
Málsnúmer 1506085Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Sveitarfélögin Skagafjörður, Akrahreppur, Húnaþing vestra og Skagaströnd eru sammála um að standa saman að því að efla og tryggja rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Öðrum sveitarfélögum á Norðulandi vestra stendur til boða að taka þátt í þessu samstarfi óski þau eftir því.
Starfsemi Náttúrustofunnar verður efld með því að koma á starfsstöðvum á Hvammstanga og Skagaströnd auk núverandi starfsstöðvar á Sauðarárkróki. Stefnt er að því að við Náttúrustofuna séu 1,5-2 stöðugildi sem skipt verður eftir frekara samkomulagi. Til þess að fjármagn til rannsókna nýtist sem best skulu starfsstöðvarnar leita samstarfs við fyrirtæki og stofnanir á hverjum stað sem sinna skyldum verkefnum - Selasetrið á Hvammstanga, Biopól á Skagaströnd og Háskólann á Hólum í Skagafirði. Jafnframt skal Náttúrustofan leita samstarfs við sem flesta aðila, innlenda sem erlenda, um rannsóknir á náttúru Norðurlands vestra.
Stjórn Náttúrustofunnar verður skipuð af fulltrúm þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að rekstri hennar. Forstöðumaður Náttúrustofunnar verður staðsettur á Sauðárkróki. Sveitarfélögin leggja til 30% af rekstrarkostnaði Náttúrustofunnar á móti framlagi ríkisins. Framlög sveitarfélaganna skiptast í hlutfalli við íbúafjölda.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi drög að viljayfirlýsingu um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Sveitarfélögin Skagafjörður, Akrahreppur, Húnaþing vestra og Skagaströnd eru sammála um að standa saman að því að efla og tryggja rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Öðrum sveitarfélögum á Norðulandi vestra stendur til boða að taka þátt í þessu samstarfi óski þau eftir því.
Starfsemi Náttúrustofunnar verður efld með því að koma á starfsstöðvum á Hvammstanga og Skagaströnd auk núverandi starfsstöðvar á Sauðarárkróki. Stefnt er að því að við Náttúrustofuna séu 1,5-2 stöðugildi sem skipt verður eftir frekara samkomulagi. Til þess að fjármagn til rannsókna nýtist sem best skulu starfsstöðvarnar leita samstarfs við fyrirtæki og stofnanir á hverjum stað sem sinna skyldum verkefnum - Selasetrið á Hvammstanga, Biopól á Skagaströnd og Háskólann á Hólum í Skagafirði. Jafnframt skal Náttúrustofan leita samstarfs við sem flesta aðila, innlenda sem erlenda, um rannsóknir á náttúru Norðurlands vestra.
Stjórn Náttúrustofunnar verður skipuð af fulltrúm þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að rekstri hennar. Forstöðumaður Náttúrustofunnar verður staðsettur á Sauðárkróki. Sveitarfélögin leggja til 30% af rekstrarkostnaði Náttúrustofunnar á móti framlagi ríkisins. Framlög sveitarfélaganna skiptast í hlutfalli við íbúafjölda.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi drög að viljayfirlýsingu um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
5.19. júní - 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna
Málsnúmer 1505203Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá byggðarráðs þann 29. maí 2015.
Byggðarráð samþykkir að þeir starfsmenn sveitarfélagins sem hafa starfsskyldu þann 19. júni frá kl. 12:00 til 16:00 fái frí á umræddum tíma. Þeir starfsmenn sem starfs síns vegna geta ekki tekið frí, fá það bætt með 4 auka orlofstímum.
Byggðarráð samþykkir að þeir starfsmenn sveitarfélagins sem hafa starfsskyldu þann 19. júni frá kl. 12:00 til 16:00 fái frí á umræddum tíma. Þeir starfsmenn sem starfs síns vegna geta ekki tekið frí, fá það bætt með 4 auka orlofstímum.
6.Rætur bs - umsögn til velferðarráðuneytis
Málsnúmer 1506087Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Rótum bs, þar sem óskað er eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna beiðni Dalvíkur- og Fjallabyggðar um undanþágu frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða við fatlað fólk.
Byggðarráð Sveitarfélagins Skagafjarðar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að stjórn Róta bs. veiti jákvæða umsögn um að Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hverfi úr samstarfi á vettvangi Róta bs. um málefni fatlaðs fólks enda verði jafnframt tryggt að sveitarfélög á Norðulandi vestra fái undanþágu frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða skv. 4. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks.
Gréta Sjöfn Guðmudsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð Sveitarfélagins Skagafjarðar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að stjórn Róta bs. veiti jákvæða umsögn um að Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hverfi úr samstarfi á vettvangi Róta bs. um málefni fatlaðs fólks enda verði jafnframt tryggt að sveitarfélög á Norðulandi vestra fái undanþágu frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða skv. 4. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks.
Gréta Sjöfn Guðmudsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
7.Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ
Málsnúmer 1506073Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar, bréf frá Styrktasjóði EBÍ, þar sem fram komu styrkveitingar til 16 aðila að upphæð 5,0 milljónir króna.
400.000 þúsund króna úthlutun kom í hlut Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingar á útivistarsvæðinu í Litla Skógi.
400.000 þúsund króna úthlutun kom í hlut Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingar á útivistarsvæðinu í Litla Skógi.
Fundi slitið - kl. 11:12.
"Lögð voru fyrir fundinn drög að breyttri gjaldskrá Skagafjarðarveitna.
Í drögunum er gert ráð fyrir breytingum á heimæðargjöldum í þéttbýli og dreifbýli ásamt föstu gjaldi fyrir mælaleigu.
Einnig er sett inn í gjaldskrána afsláttarákvæði fyrir stórnotendur og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.
Veitunefnd samþykkir drög að gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs."
Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagðar breytingar að gjaldskrá Skagafjarðarveitna með tveimur atkvæðum, fyrir sitt leyti og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórar.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Mikilvægt er að geta laðað að nýja starfsemi í héraðið og auðvelda og styðja við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki og talað hefur verið um það undanfarin misseri að geta nýtt Skagafjarðarveitur í þeim tilgangi. Hinsvegar þarf að skoða betur forsendur og afleiðingar slíkra breytinga á gjaldskrá Skagafjarðarveitna sérstaklega hvað varðar afslætti sem nema 70% fyrir stærri notendur. Nánari útfærslur þurfa að vera til staðar. Ástæða er til að skoða frekari þrepaskiptingu afslátta miðað við vatnsnotkun og tímalengd þeirra hverju sinni og hvernig er hægt að höfða sérstaklega til atvinnugreina eins og ferðaþjónustu, líftækni, ylræktar og fiskeldis.
Fulltrúi V- lista situr því hjá við afgreiðslu á fyrirliggjandi gjaldskrárbreytingum.
Bjarni Jónsson
Með þessari aðgerð er verið að renna styrkari stoðum undir atvinnulíf á svæðinu og sjálfsagt að nota þær auðlindir sem sveitarfélagið hefur yfir að ráða. Mikilvægt að sveitarfélsgið sé samkeppnishæft við önnur svæði þegar kemur að uppbyggingu atvinnustarfsemi í héraði.
Stefán Vagn Stefánsson og Sigríður Svavarsdóttir.
Upplýsandi gögn er varða vinnu við breytingar á gjaldskrá liggja ekki fyrir á byggðaráðsfundi, undirrituð tekur því ekki afstöðu til afgreiðslu gjaldskrár á þessum fundi.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi K lista.