Landsnet hf. - Kerfisáætlun 2015-2024
Málsnúmer 1507086
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 708. fundur - 03.09.2015
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir lengri fresti til að senda inn athugasemdir og ábendingar við kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu Landsnets hf.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 710. fundur - 16.09.2015
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur kynnt sér Kerfisáætlun Landsnets 2015 til 2024. Í kerfisáætluninni er gert ráð fyrir tveimur framkvæmdum á umræddu tímabili í sveitarfélaginu, Blöndulínu 3, 220 kV lína frá Blöndu til Akureyrar og ný 66 kV lína frá tengivirkinu í Varmahlíð á Sauðárkrók. Eru báðar þessar framkvæmdir á áætlun árið 2018.
Byggðarráð fagnar því að styrkja eigi tengingar inn á Sauðárkrók enda ber sú lína sem fyrir er ekki meiri orku og er þar að auki eina línan sem tengir Sauðárkrók við dreifikerfið sem er ekki boðlegt og hefur valdið verulegu fjárhagstjóni fyrir fyritæki á svæðinu. Er það ósk byggðarráðs að þeirri framkvæmd verði flýtt sem kostur er í áætlunum Landsnets.
Hvað varðar Blöndulínu 3 er ljóst að línan er mikilvægur þáttur í að styrkja flutningskerfið á Norðurlandi enda núverandi flutningskerfi komið að þolmörkum. Við lagningu Blöndulínu í gegn um Skagafjörð vill byggðarráð benda á að mikilvægt er að taka tillit til sjónarmiða heimamanna og skoða hvort og þá með hvaða hætti hægt sé að koma til móts við kröfu um línulögn í jörð á hluta leiðarinnar. Byggðarráð vill hnykkja á því að skipulagsvald er í höndum sveitarfélagsins.
Byggðarráð fagnar því að styrkja eigi tengingar inn á Sauðárkrók enda ber sú lína sem fyrir er ekki meiri orku og er þar að auki eina línan sem tengir Sauðárkrók við dreifikerfið sem er ekki boðlegt og hefur valdið verulegu fjárhagstjóni fyrir fyritæki á svæðinu. Er það ósk byggðarráðs að þeirri framkvæmd verði flýtt sem kostur er í áætlunum Landsnets.
Hvað varðar Blöndulínu 3 er ljóst að línan er mikilvægur þáttur í að styrkja flutningskerfið á Norðurlandi enda núverandi flutningskerfi komið að þolmörkum. Við lagningu Blöndulínu í gegn um Skagafjörð vill byggðarráð benda á að mikilvægt er að taka tillit til sjónarmiða heimamanna og skoða hvort og þá með hvaða hætti hægt sé að koma til móts við kröfu um línulögn í jörð á hluta leiðarinnar. Byggðarráð vill hnykkja á því að skipulagsvald er í höndum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015
Afgreiðsla 708. fundar byggðaráðs staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015
Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.