Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Afskrift á sveitarsjóðsgjöldum 2015
Málsnúmer 1509161Vakta málsnúmer
2.Landsnet hf. - Kerfisáætlun 2015-2024
Málsnúmer 1507086Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur kynnt sér Kerfisáætlun Landsnets 2015 til 2024. Í kerfisáætluninni er gert ráð fyrir tveimur framkvæmdum á umræddu tímabili í sveitarfélaginu, Blöndulínu 3, 220 kV lína frá Blöndu til Akureyrar og ný 66 kV lína frá tengivirkinu í Varmahlíð á Sauðárkrók. Eru báðar þessar framkvæmdir á áætlun árið 2018.
Byggðarráð fagnar því að styrkja eigi tengingar inn á Sauðárkrók enda ber sú lína sem fyrir er ekki meiri orku og er þar að auki eina línan sem tengir Sauðárkrók við dreifikerfið sem er ekki boðlegt og hefur valdið verulegu fjárhagstjóni fyrir fyritæki á svæðinu. Er það ósk byggðarráðs að þeirri framkvæmd verði flýtt sem kostur er í áætlunum Landsnets.
Hvað varðar Blöndulínu 3 er ljóst að línan er mikilvægur þáttur í að styrkja flutningskerfið á Norðurlandi enda núverandi flutningskerfi komið að þolmörkum. Við lagningu Blöndulínu í gegn um Skagafjörð vill byggðarráð benda á að mikilvægt er að taka tillit til sjónarmiða heimamanna og skoða hvort og þá með hvaða hætti hægt sé að koma til móts við kröfu um línulögn í jörð á hluta leiðarinnar. Byggðarráð vill hnykkja á því að skipulagsvald er í höndum sveitarfélagsins.
Byggðarráð fagnar því að styrkja eigi tengingar inn á Sauðárkrók enda ber sú lína sem fyrir er ekki meiri orku og er þar að auki eina línan sem tengir Sauðárkrók við dreifikerfið sem er ekki boðlegt og hefur valdið verulegu fjárhagstjóni fyrir fyritæki á svæðinu. Er það ósk byggðarráðs að þeirri framkvæmd verði flýtt sem kostur er í áætlunum Landsnets.
Hvað varðar Blöndulínu 3 er ljóst að línan er mikilvægur þáttur í að styrkja flutningskerfið á Norðurlandi enda núverandi flutningskerfi komið að þolmörkum. Við lagningu Blöndulínu í gegn um Skagafjörð vill byggðarráð benda á að mikilvægt er að taka tillit til sjónarmiða heimamanna og skoða hvort og þá með hvaða hætti hægt sé að koma til móts við kröfu um línulögn í jörð á hluta leiðarinnar. Byggðarráð vill hnykkja á því að skipulagsvald er í höndum sveitarfélagsins.
3.Athugasemdir við Blöndulínu 3
Málsnúmer 1509187Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar afrit af umsögnum og athugasemdum við Blöndulínu 3.
4.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2015
Málsnúmer 1509146Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 8. september 2015 um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015 sem verður haldinn 23. september 2015 á Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík kl. 16:00.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
5.Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air66N
Málsnúmer 1509164Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 10. september 2015 frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir fjárframlagi og aðkomu sveitarfélagsins næstu tvö ár að verkefninu Flugklasinn Air66N.
Byggðarráð samþykkir að setja 300.000 kr. í styrk til verkefnisins árin 2016 og 2017, hvort ár og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2016-2019.
Byggðarráð samþykkir að setja 300.000 kr. í styrk til verkefnisins árin 2016 og 2017, hvort ár og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2016-2019.
6.Fundur með fjárlaganefnd Alþingis 2015
Málsnúmer 1509152Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dagsett 10. september 2015 varðandi fundi sveitarstjórna með nefndinni haustið 2015. Nefndin býður fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016. Óskað er eftir því að sveitarfélögin leggi áherslu á málefni sem varða fjármálasmskipti ríkis og sveitarfélag, verkaskiptingu þeirra á milli, skuldastöðu og fjárhagsafkomu sveitarfélaga, svo og önnur mál sem tengjast málefnasviði nefndarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að panta fundartíma 5. október n.k.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að panta fundartíma 5. október n.k.
7.Rætur bs. - aðalfundur 2015
Málsnúmer 1509106Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 709. fundi byggðarráðs þann 10. september 2015.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna eftirtalin sem fulltrúa og varafulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Róta bs.
Aðalmenn:
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnsson
Bjarni Jónsson
Sigurjón Þórðarson
Hrund Pétursdóttir
Ásta Pálmadóttir
Til vara:
Ísak Óli Traustason
Hildur Þóra Magnúsdóttir
Gísli Sigurðsson
Einar E. Einarsson
Haraldur Þór Jóhannsson
Inga Huld Þórðardóttir
Hanna Þrúður Þórðardóttir
Byggðarráð samþykkir að tilnefna eftirtalin sem fulltrúa og varafulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Róta bs.
Aðalmenn:
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnsson
Bjarni Jónsson
Sigurjón Þórðarson
Hrund Pétursdóttir
Ásta Pálmadóttir
Til vara:
Ísak Óli Traustason
Hildur Þóra Magnúsdóttir
Gísli Sigurðsson
Einar E. Einarsson
Haraldur Þór Jóhannsson
Inga Huld Þórðardóttir
Hanna Þrúður Þórðardóttir
8.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum
Málsnúmer 1509131Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. september 2015 þar sem boðað er til ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, föstudaginn 25. september 2015, kl. 13:30 á Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
9.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði
Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að nýrri samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði. Drögin voru samþykkt á 179. fundi landbúnaðarnefndar þann 14. september 2015. Samþykkt þessi er sett til að tryggja skipulag, stjórn og eftirlit með búfjárhaldi í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði og koma þannig í veg fyrir ágang á lóðir íbúa og einnig til verndar gróðri í sveitarfélaginu. Þeir þéttbýlisstaðir sem samþykkt þessi tekur til eru Sauðárkrókur, Hofsós, Varmahlíð og Steinsstaðir.
Í samþykktinni segir m.a.: Búfjárhald er almennt óheimilt í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði. Búfjárhald er þó heimilt í þéttbýli í sérstaklega skipulögðum hverfum eða að fengnu sérstöku leyfi landbúnaðarnefndar. Í þessari samþykkt er með búfjárhaldi átt við nautgripa-, hrossa-, svína-, sauðfjár-, kanínu-, geita-, loðdýra- og alifuglahald, sbr. lög nr. 38/2013 um búfjárhald. Heimilt er að halda allt að 10 hænsni á hverri lóð, en hanar eru með öllu bannaðir í þéttbýli í sveitarfélaginu. Þeir sem eiga eða hafa í umsjón sinni búfé skulu hafa sótt um búfjárleyfi fyrir 1. apríl 2016.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum sem aðallega eru orðalagsbreytingar en ekki efnisbreytingar. Samþykktinni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar og staðfestingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Í samþykktinni segir m.a.: Búfjárhald er almennt óheimilt í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði. Búfjárhald er þó heimilt í þéttbýli í sérstaklega skipulögðum hverfum eða að fengnu sérstöku leyfi landbúnaðarnefndar. Í þessari samþykkt er með búfjárhaldi átt við nautgripa-, hrossa-, svína-, sauðfjár-, kanínu-, geita-, loðdýra- og alifuglahald, sbr. lög nr. 38/2013 um búfjárhald. Heimilt er að halda allt að 10 hænsni á hverri lóð, en hanar eru með öllu bannaðir í þéttbýli í sveitarfélaginu. Þeir sem eiga eða hafa í umsjón sinni búfé skulu hafa sótt um búfjárleyfi fyrir 1. apríl 2016.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum sem aðallega eru orðalagsbreytingar en ekki efnisbreytingar. Samþykktinni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar og staðfestingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Gert var fundarhlé kl. 15:00 þar sem byggðarráðið þurfti að fara úr húsi. Fundi síðan fram haldið eftir sveitarstjórnarfund kl. 18:08
10.Skarðsárland - uppsögn
Málsnúmer 1507096Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Skarðsárnefnd, þar sem fram kemur að Sigfús Snorrason leigutaki jarðarinnar Skarðsár hefur óskað eftir að losna undan núgildandi leigusamningi frá og með 20. október 2015 og einnig að Skarðsárnefnd hefur samþykkt uppsögnina á fundi sínum 30. ágúst 2015, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu Skarðsárnefndar.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu Skarðsárnefndar.
Sigríður Svavarsdóttir þurfti að víkja af fundi kl. 18:10
11.Umsókn um niðurgreiðslu fasteignaskatts - Samgönguminjasafnið
Málsnúmer 1509159Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 10. september 2015 frá Gunnari Kr. Þórðarsyni og Sólveigu Jónasdóttur, þar sem þau óska eftir niðurfellingu fasteignaskatts af sýningarsölum og standsetningarhúsi Samgönguminjasafnsins í Stóra-Gerði.
Byggðarráð synjar erindinu þar sem sveitarfélagið hefur ekki heimild samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga að fella niður fasteignaskatt af þessum fasteignum.
Byggðarráð synjar erindinu þar sem sveitarfélagið hefur ekki heimild samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga að fella niður fasteignaskatt af þessum fasteignum.
12.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 1509130Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn dagsett 9. september 2015, frá stjórn Villa Nova ehf. um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2015 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2015 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa kröfuna.