Tekið fyrir erindi Skipulagsstofnunar dagsett 9. júlí 2015 þar sem stofnunin óskar umsagnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, með vísan til 6. gr laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og 11.gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum, um það hvort og þá á hvaða forsendum, fyrirhuguð eyðing sláturúrgangs í Kjötafurðarstöð KS á Sauðárkróki sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Beiðninni fylgir greinargerð, framkvæmdarlýsing með þrem viðaukum. Viðauki 1 sýnir ljósmynd af búnaði, viðauki 2 tækniupplýsingar framleiðenda og viðauki 3 er álit Umhverfisstofnunar á hvernig leyfisveitingu skuli háttað.
Í ljósi ofangreindra gagna og að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum telur byggðarráð að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og þvi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Byggðarráð bendir á að auk þess að vera starfsleyfisskyld framkvæmd getur hér verð um að ræða byggingarleyfisskylda framkvæmd. Ekki er nægjanlega vel gerð grein fyrir framkvæmdinni með tilliti til þess.
Beiðninni fylgir greinargerð, framkvæmdarlýsing með þrem viðaukum. Viðauki 1 sýnir ljósmynd af búnaði, viðauki 2 tækniupplýsingar framleiðenda og viðauki 3 er álit Umhverfisstofnunar á hvernig leyfisveitingu skuli háttað.
Í ljósi ofangreindra gagna og að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum telur byggðarráð að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og þvi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Byggðarráð bendir á að auk þess að vera starfsleyfisskyld framkvæmd getur hér verð um að ræða byggingarleyfisskylda framkvæmd. Ekki er nægjanlega vel gerð grein fyrir framkvæmdinni með tilliti til þess.