Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Bjarni Jónsson tók þátt í fundinum símleiðis.
1.Eyðing sláturúrgangs í Kjötafurðastöð KS - umsagnarbeiðni
Málsnúmer 1507093Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi Skipulagsstofnunar dagsett 9. júlí 2015 þar sem stofnunin óskar umsagnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, með vísan til 6. gr laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og 11.gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum, um það hvort og þá á hvaða forsendum, fyrirhuguð eyðing sláturúrgangs í Kjötafurðarstöð KS á Sauðárkróki sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Beiðninni fylgir greinargerð, framkvæmdarlýsing með þrem viðaukum. Viðauki 1 sýnir ljósmynd af búnaði, viðauki 2 tækniupplýsingar framleiðenda og viðauki 3 er álit Umhverfisstofnunar á hvernig leyfisveitingu skuli háttað.
Í ljósi ofangreindra gagna og að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum telur byggðarráð að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og þvi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Byggðarráð bendir á að auk þess að vera starfsleyfisskyld framkvæmd getur hér verð um að ræða byggingarleyfisskylda framkvæmd. Ekki er nægjanlega vel gerð grein fyrir framkvæmdinni með tilliti til þess.
Beiðninni fylgir greinargerð, framkvæmdarlýsing með þrem viðaukum. Viðauki 1 sýnir ljósmynd af búnaði, viðauki 2 tækniupplýsingar framleiðenda og viðauki 3 er álit Umhverfisstofnunar á hvernig leyfisveitingu skuli háttað.
Í ljósi ofangreindra gagna og að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum telur byggðarráð að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og þvi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Byggðarráð bendir á að auk þess að vera starfsleyfisskyld framkvæmd getur hér verð um að ræða byggingarleyfisskylda framkvæmd. Ekki er nægjanlega vel gerð grein fyrir framkvæmdinni með tilliti til þess.
2.Lónkot 146557 - Umsagnarbeiðini vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1505060Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 8. maí 2015. Þar er óskað umsagnar um umsókn Pálínu frá Grund kt. 430304-2590 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Lónkot Sveitasetur, Lónkoti (146557), Höfðaströnd. Gisti- og veitingastaður í flokki II. Forsvarsmaður er Pálína Jónsdóttir kt. 160568-5349.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
3.Umsókn um lækkun fasteignaskatts
Málsnúmer 1507119Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
4.Umsókn um lækkun fasteignaskatts
Málsnúmer 1507121Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
5.Fasteignamat 2016
Málsnúmer 1506192Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 24. júní 2015, um fasteignamat ársins 2016. Fasteignamat í sveitarfélaginu hækkar um 6,0% og landmat um 7,1% á milli ára að jafnaði. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 5,8%.
6.Breyting á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 1507067Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 8. júlí 2015 varðandi breytingar á 6. og 12. grein viðmiðunarreglna Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
7.Fundargerðir stjórnar 2015 - SÍS
Málsnúmer 1501002Vakta málsnúmer
Fundargerð 829. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 3. júlí lögð fram til kynningar á 703. fundi byggðarráðs.
8.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV
Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 30. júní 2015 á 703. fundi byggðarráðs.
9.Fundagerðir stjórnar 2015 - Heilbr.eftirl. Nl.v
Málsnúmer 1501009Vakta málsnúmer
Fundargerð stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 1. júlí 2015 lögð fram til kynningar á 703. fundi byggðarráðs.
10.Ráðgefandi hópur um aðgengismál - fundargerðir
Málsnúmer 1507116Vakta málsnúmer
Lögð fram á 703. fundi byggðarráðs, fundargerð 1. fundar ráðgefandi hóps um aðgengismál frá 16. júlí 2015.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að sótt verði um styrk fyrir hönd sveitarfélagsins til velferðarráðuneytis vegna úttekta á aðgengi að byggingum sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að sótt verði um styrk fyrir hönd sveitarfélagsins til velferðarráðuneytis vegna úttekta á aðgengi að byggingum sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 12:29.