Fara í efni

Innkaupareglur - tillaga um skipun starfshóps

Málsnúmer 1508109

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 706. fundur - 20.08.2015

Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, K-lista og Bjarna Jónssyni V-lista:

Skipun starfshóps til að vinna að drögum að innkaupareglum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

Lagt er til að lokið verið við vinnu að drögum að innkaupareglum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð, samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 84/2007 líkt og samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 20. júní 2013. Lagt er til að skipaður verði nýr starfshópur til að vinna drög að reglum og honum verði sett tímamörk að skilum.

Greinargerð:
Árið 2013 var samþykkt á vettvangi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar að skipa starfshóp til að vinna að drögum að innkaupareglum og byggðaráð tilnefndi í starfshópinn 27. júní 2013. Sá starfshópur skilaði ekki því verki til sveitarstjórnar sem að var stefnt. Tilgangur laga um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Mikilvægt er að Sveitarfélagið Skagafjörður skipi sér á lista þeirra sveitarfélaga sem sett hafa sér innkaupareglur.

Byggðarráð samþykkir að endurskipa í starfshópinn og fá einn fulltrúa frá hverju framboði í hann. Tilnefningar í starfshópinn verði teknar fyrir á næsta byggðarráðsfundi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 707. fundur - 27.08.2015

Í framhaldi af bókun síðasta fundar byggðarráðs (706) frá 20. ágúst 2015 um skipun starfshóps til að vinna að drögum að innkaupareglum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð samþykkir byggðarráð að tilnefna eftirtalin í starfshópinn: Gísla Sigurðsson, Bjarka Tryggvason, Sigurjón Þórðarson og Hildi Þóru Magnúsdóttur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 706. fundar byggðaráðs staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 707. fundar byggðaráðs staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.