Fara í efni

Staða og breytingar á heilbrigðisþjónustu í Skagafirði

Málsnúmer 1509016

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 708. fundur - 03.09.2015

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum af stöðu og þróun heilbrigðismála í Skagfirði en enn virðist fækka störfum á stofnuninni og þjónusta við íbúana er skert þrátt fyrir fögur loforð um eflingu og styrkingu stofnunarinnar í kjölfar sameiningar heilbrigðisstofnanna á Norðurlandi. Því miður virðist það vera að þær áhyggjur sem byggðarráð hafði varðandi áhrif slíkrar sameiningar á þjónustu við íbúa í Skagafirði séu að rætast. Enn hefur ekki verið skipað í ráðgefandi stjórn stofnunarinnar sem m.a. fulltrúar landshlutasamtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra tilnefndu í, sem átti m.a. að hafa það hlutverk að fylgjast með þróun og árangri sameiningarinnar og vera tengiliður sveitarfélaganna inn í stjórn stofnunarinnar. Nú síðast hefur verið tilkynnt í héraðsmiðlum að símsvörun verði færð frá stofnuninni til Læknavaktarinnar ehf. í Kópavogi sem er enn eitt dæmið um tilflutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar með tilheyrandi þjónustuskerðingu fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Samkvæmt viðtali við framkvæmdastjóra Læknavaktarinnar ehf. þarf að bæta við hjúkrunarfræingum til að sinna þeim verkefnum sem fyrirtækið er að taka við. Byggðarráð furðar sig á því að þessi starfsemi skuli ekki vera byggð upp á landsbyggðinni í tengslum við heilbrigðisstofnanirnar þar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja sig í samband við framkvæmdarstjóra stofnunarinnar og óska eftir að fá hann á fund ráðsins til að ræða um stöðu stofnunarinnar, þá reynslu sem komin er af sameiningunni og kalla eftir framtíðarsýn fyrir stofnunina á Sauðárkróki. Einnig er sveitarstjóra falið að senda heilbrigðisráðherra og þingmönnum kjördæmisins framangreinda bókun.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 708. fundar byggðaráðs staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.