Samningur um skólamáltíðir í Árskóla - ósk um breytingu
Málsnúmer 1510243
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 107. fundur - 04.11.2015
Tekið fyrir erindi frá Grettistaki veitingum ehf. þar sem óskað er eftir að ákvæði samnings um kaup sveitarfélagsins á hádegisverði fyrir Árskóla verði endurskoðað. Nefndin samþykkir að vísa erindinu til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar og leggja tillögu fyrir næsta fund.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015
Afgreiðsla 715. fundar byggðaráðs staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015
Afgreiðsla 107. fundar fræðslunefndar staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 108. fundur - 19.11.2015
Lagt fram bréf frá Grettistaki Veitingum ehf., dagsett 5. október 2015, þar sem óskað er eftir að samningi um skólamáltíðir í Árskóla verði breytt og að verð fyrir hverja máltíð hækki frá því sem nú er. Erindinu vísað til nefndarinnar frá byggðarráði. Nefndin samþykkir að gjald fyrir hverja máltíð hækki um 50 kr. frá og með 1. janúar 2016, enda mikilvægt er að tryggja gæði málsverða þannig að þeir uppfylli markmið Lýðheilsustöðvar og Manneldisráðs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015
Afgreiðsla 108. fundar fræðslunefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.
Byggðarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.