Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

107. fundur 04. nóvember 2015 kl. 15:30 - 17:05 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Rúnar Vífilsson verkefnastjóri
  • Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri
  • Anna Árnína Stefánsdóttir leikskólastjóri
  • Kolbrún Jónsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2016

Málsnúmer 1510184Vakta málsnúmer

Drög að fjárhagsáætlun fræðslumála til fyrri umræðu lögð fyrir og rædd. Samþykkt að vísa drögunum til byggðarráðs.

2.Samningur um skólamáltíðir í Árskóla - ósk um breytingu

Málsnúmer 1510243Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Grettistaki veitingum ehf. þar sem óskað er eftir að ákvæði samnings um kaup sveitarfélagsins á hádegisverði fyrir Árskóla verði endurskoðað. Nefndin samþykkir að vísa erindinu til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar og leggja tillögu fyrir næsta fund.

3.Leikskólamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1510187Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri upplýsti um stöðu mála gagnvart biðlista og úrræðum. Nefndin ítrekar bókun sína frá í vor er leið að samstarfsnefndin komist að niðurstöðu sem allra fyrst varðandi framtíðarskipan skólamála í Varmahlíð.

4.Mat á starfsáætlun leikskólanna 2014 - 2015

Málsnúmer 1509087Vakta málsnúmer

Farið var yfir mat á starfsáætlunum fyrir leikskóla skólaárið 2014-2015.

5.Starfsáætlanir leikskólanna 2015 - 2016

Málsnúmer 1509364Vakta málsnúmer

Farið var yfir starfsáætlanir fyrir leikskóla skólaárið 2015-2016.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1511023Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál, sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 17:05.