Fara í efni

Arctic Circle Route

Málsnúmer 1601156

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 32. fundur - 22.04.2016

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir vilja sínum til að taka þátt í verkefninu Arctic Circle Route sem byggir á að búa til heilsárssegul utan höfuðborgarsvæðisins, einskonar ferðamannaveg/Tourist route um norðurhluta landsins. Mun hann liggja um fyrirfram ákveðna staði á Norðurlandi og byggir á því sem þegar er til staðar auk þess að hvetja til frekari þróunar á þeirri leið. Verkefnið hefur þegar hlotið styrki til þróunar þess úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að beina því til byggðarráðs að veita viðauka að upphæð kr. 2.000.000,- til málaflokks 13 til að Sveitarfélagið Skagafjörður geti tekið þátt í verkefninu Arctic Circle Route, í samvinnu við önnur sveitarfélög og ferðaþjónustusamtök á Norðurlandi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 738. fundur - 28.04.2016

Lögð fram bókun 32. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 22. apríl 2016: "Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að beina því til byggðarráðs að veita viðauka að upphæð kr. 2.000.000,- til málaflokks 13 til að Sveitarfélagið Skagafjörður geti tekið þátt í verkefninu Arctic Circle Route, í samvinnu við önnur sveitarfélög og ferðaþjónustusamtök á Norðurlandi."
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu Arctic Circle Route.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 738. fundar byggðarráðs staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 32.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 41. fundur - 31.03.2017

Bryndís Lilja Hallsdóttir verkefnastjóri kynnti verkefnið Arctic Coast Way, áfangaskýrslu, framgang þess og næstu skref. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem farið hefur fram í stýrihópnum og vonar að verkefnið fái brautargengi áfram.