Fara í efni

Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1601322

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 228. fundur - 26.01.2016

Félagsmálastjóri lagði fram drög að endurskoðuðum reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð. Farið var yfir drögin, nokkrar breytingatillögur gerðar. Félagsmálstjóra falið að færa tillögur inn í fyrirliggjandi drög. Málið verður tekið fyrir að nýju.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 230. fundur - 05.02.2016

Félags- og tómstundanefnd fór yfir lokatillögu að reglum um fjárhagsaðstoð og samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Afgreiðsla 228. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 "Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð." Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Vísað frá 230. fundi félags- og tómstundanefndar frá 5. febrúar 2016, þannig bókað:

"Félags- og tómstundanefnd fór yfir lokatillögu að reglum um fjárhagsaðstoð og samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum að vísa reglunum til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 338. fundur - 16.03.2016

Bjarki Tryggvason formaður félags- og tómstundanefndar tók til máls og kynnti endurskoðun reglna um fjárahagsaðstoð.

Félags- og tómstundanefnd hefur endurskoðað reglur um fjárhagsaðstoð og samþykkt fyrir sitt leiti.

Drög að nýjum reglum liggja fyrir fundinum til annarrar umræðu og samþykktar. Ekki eru miklar breytingar gerðar við einstaka greinar en mestu breytingarnar eru í fjórða kafla um heimildagreiðslur.

Megin tilgangur breytinganna er að kveða skýrar á um rétt umsækjenda, afmarka skýrar tekjumörk og auðvelda þannig ákvarðanatöku starfsmanna og félagsmálanefndar, einnnig að auðvelda nefndinni eftirlit og aðhald.

Í greinum eitt til sextán eru aðallega orðalagsbreytingar, í níundu grein kemur fram að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar er reiknuð út frá ákveðnu hlutfalli lágmarks atvinnuleysisbóta.
Eins og áður er kveðið á um eru mestar breytingarnar gerðar á fjórða kafla, meðal annars reglnanna um heimildir vegna sérstakra aðstæðna.

Í sautjándu grein er ný og skýrari heimild til bráðaaðstoðar en áður var og þykir nauðsynleg. Í átjándu grein eru allmiklar breytingar, skýr tekjuviðmið eru nú sett inn í greinina.

Þykir rétt að orða viðmiðin þannig að lítið rúm sé fyrir túlkun. Nefndin mun setja sér skýrar verklagsreglur, hanna samræmt eyðublað til þess að nefndin geti betur kynnt sér þær upplýsingar sem liggja fyrir, einkum um allar tekjur, eignir og skuldastöðu umsækjenda, fyrri aðstoð, auk annarra félagslegra aðstæðna.

Engar efnislegar breytingar eru gerðar á greinum fimmta kafla um málsmeðferð. Þó er félagsmálstjóra gert skylt að leggja reglulega fram yfirlit yfir ákvarðanir sem hann tekur samkvæmt heimildum í fyrstu málsgrein þrítugustu og þriðju greinar. Orðalagi hefur verið breytt á nokkrum stöðum til samræmis við lagabreytingar.

Framlagðar reglur lagðar fram til síðari umræðu og
bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Afgreiðsla 231. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með níu atkvæðum.