Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

228. fundur 26. janúar 2016 kl. 14:00 - 16:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri, Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Ásta B. Pálmadóttir, tók sæti á fundinum undir 2. dagskrárlið, Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð.

1.Fjárhagsaðstoð 2016 Trúnaðarbók

Málsnúmer 1601321Vakta málsnúmer

Lagðar fram 8 beiðnir frá 7 einstaklingum. Afgreiðslur færðar í trúnaðarbók.

2.Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1601322Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram drög að endurskoðuðum reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð. Farið var yfir drögin, nokkrar breytingatillögur gerðar. Félagsmálstjóra falið að færa tillögur inn í fyrirliggjandi drög. Málið verður tekið fyrir að nýju.

3.Umsókn dagforeldris um leyfi fyrir 5. barni EN

Málsnúmer 1601242Vakta málsnúmer

Erna Nielsen, Skagfirðingabraut 35, dagmóðir, sækir um leyfi til að hafa 5 börn í daggæslu á heimili sínu. Félags- og tómstundanefnd samþykkir leyfi handa Ernu Nielsen fyrir 5 börnum í daggæslu, að hennar eigin barni meðtöldu skv. reglugerð.

4.Umsókn dagforeldris um leyfi fyrir 5. barni HHG

Málsnúmer 1601168Vakta málsnúmer

Herdís Huld Guðveigardóttir, Raftahlíð 7a, dagmóðir, sækir um leyfi til að hafa 5 börn í daggæslu á heimili sínu. Félags- og tómstundanefnd samþykkir leyfi handa Herdísi Huld fyrir 5 börnum í daggæslu, að hennar barni meðtöldu skv. reglugerð.

Fundi slitið - kl. 16:15.