Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

230. fundur 05. febrúar 2016 kl. 08:30 - 10:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri,
Dagskrá
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir boðaði forföll.
Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir 1. dagskrárlið.
Ásta B. Pálmadóttir sat fundinn undir 2. dagskrárlið.
Herdís Sæmundardóttir, vék af fundi eftir 2. dagskrárlið.
Aðalbjörg Hallmundsdóttir, sat fundinn undir öðrum dagskrárlið.

1.Hvatapeningar

Málsnúmer 1510224Vakta málsnúmer

Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti tillögu að reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um hvatapeninga. Reglurnar samþykktar samhljóða og þeim vísað til sveitarstjórnar. Reglurnar verða kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins.

2.Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1601322Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd fór yfir lokatillögu að reglum um fjárhagsaðstoð og samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

3.Félag eldri borgara Hofsósi, styrkbeiðni fyrir 2016

Málsnúmer 1601106Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir kr. 100 þús. í styrk til Félags eldri borgara Hofsósi til félagsstarfs árið 2016. Greiðist af málaflokki 02400.

4.Styrkbeiðni - starf eldri borgara á Löngumýri

Málsnúmer 1601203Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir kr. 100 þús. í styrk til starfs eldri borgara að Löngumýri til félagsstarfs árið 2016. Greiðist af málaflokki 02400.

5.Styrkbeiðni 2016 - Stígamót

Málsnúmer 1510110Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Stígamóta um rekstrarstyrk árið 2016. Nefndin telur sér ekki fært að verða við beiðninni.

6.Styrkumsókn - Félag eldri borgara

Málsnúmer 1509196Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir kr. 250 þús. í styrk til Félags eldri borgara í Skagafirði til félagsstarfs árið 2016. Greiðist af málaflokki 02400.

7.Umsókn um rekstrarstyrk 2016 - Kvennaathvarfið

Málsnúmer 1511229Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Kvennaathvarfsins um styrk árið 2016. Nefndin samþykkir kr. 75 þús í styrk. Greiðist af málaflokki 02890.

Fundi slitið - kl. 10:15.