Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hvatapeningar
Málsnúmer 1510224Vakta málsnúmer
Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti tillögu að reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um hvatapeninga. Reglurnar samþykktar samhljóða og þeim vísað til sveitarstjórnar. Reglurnar verða kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins.
2.Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 1601322Vakta málsnúmer
Félags- og tómstundanefnd fór yfir lokatillögu að reglum um fjárhagsaðstoð og samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
3.Félag eldri borgara Hofsósi, styrkbeiðni fyrir 2016
Málsnúmer 1601106Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir kr. 100 þús. í styrk til Félags eldri borgara Hofsósi til félagsstarfs árið 2016. Greiðist af málaflokki 02400.
4.Styrkbeiðni - starf eldri borgara á Löngumýri
Málsnúmer 1601203Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir kr. 100 þús. í styrk til starfs eldri borgara að Löngumýri til félagsstarfs árið 2016. Greiðist af málaflokki 02400.
5.Styrkbeiðni 2016 - Stígamót
Málsnúmer 1510110Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni Stígamóta um rekstrarstyrk árið 2016. Nefndin telur sér ekki fært að verða við beiðninni.
6.Styrkumsókn - Félag eldri borgara
Málsnúmer 1509196Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir kr. 250 þús. í styrk til Félags eldri borgara í Skagafirði til félagsstarfs árið 2016. Greiðist af málaflokki 02400.
7.Umsókn um rekstrarstyrk 2016 - Kvennaathvarfið
Málsnúmer 1511229Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Kvennaathvarfsins um styrk árið 2016. Nefndin samþykkir kr. 75 þús í styrk. Greiðist af málaflokki 02890.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir 1. dagskrárlið.
Ásta B. Pálmadóttir sat fundinn undir 2. dagskrárlið.
Herdís Sæmundardóttir, vék af fundi eftir 2. dagskrárlið.
Aðalbjörg Hallmundsdóttir, sat fundinn undir öðrum dagskrárlið.