Fara í efni

Olíuafgreiðsla smábáta

Málsnúmer 1603254

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 118. fundur - 31.03.2016

Olís hf. hefur óskað eftir að fá að setja upp flotbryggjueiningar við suðurgarð á Sauðárkróki og koma þar upp olíudælum til að þjónusta smábátasjómenn.
Í dag eru olíudælur staðsettar uppi á bryggjunni og þurfa þeir sem dæla á báta sína að klifra upp stiga á bryggjuþilinu til að komast að dælunum.
Flotbryggjueiningarnar verða 8 eða 12m á lengd og staðsettar á sama stað og núverandi dælur. Stálbitar verða soðnir utan á þilið og bryggjan tengd við stálbitana þannig að hún fylgi sjávarföllum. Komið verður fyrir um 8m löngum landgangi frá flotbryggjunum og upp á land.
Olís hf. greiðir fyrir flotbryggjurnar og uppsetningu þeirra ásamt að sjá um nauðsynlegt viðhald á þeim.
Nefndin samþykkir framkvæmdina en leggur áherslu á að ströngustu kröfum verði fylgt varðandi mengunarvarnir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Afgreiðsla 118. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með níu atkvæðum.