Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits
Málsnúmer 1604109
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016
Afgreiðsla 737. fundar byggðarráðs staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 740. fundur - 12.05.2016
Erindið áður tekið fyrir á 737. fundi byggðarráðs þann 20. apríl 2016. Varðar það hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, sbr. bókun 836. fundar stjórnar sambandsins frá 26. febrúar s.l.
Sigríður Magnúsdóttir formaður stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kom á fundinn til viðræðu undir þessum dagskrárlið. Vék hún síðan af fundi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst eindregið gegn framkomnum hugmyndum um útvíkkun heilbrigiseftirlitssvæða á landsbyggðinni. Núverandi fyrirkomulag hefur reynst vel á svæðinu og góð sátt og samvinna meðal sveitarfélaganna um verkefnið. Byggðarráð leggst alfarið gegn breytingunum og treystir á að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gæti hagsmuna sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra í þessum efnum.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu málsins.
Sigríður Magnúsdóttir formaður stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kom á fundinn til viðræðu undir þessum dagskrárlið. Vék hún síðan af fundi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst eindregið gegn framkomnum hugmyndum um útvíkkun heilbrigiseftirlitssvæða á landsbyggðinni. Núverandi fyrirkomulag hefur reynst vel á svæðinu og góð sátt og samvinna meðal sveitarfélaganna um verkefnið. Byggðarráð leggst alfarið gegn breytingunum og treystir á að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gæti hagsmuna sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra í þessum efnum.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016
Stefán Vagn Stefánsson lagði til að sveitarstjórnin geri bókun byggðarráðs að sinni, og er hún svohljóðandi:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst eindregið gegn framkomnum hugmyndum um útvíkkun heilbrigiseftirlitssvæða á landsbyggðinni. Núverandi fyrirkomulag hefur reynst vel á svæðinu og góð sátt og samvinna meðal sveitarfélaganna um verkefnið. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst alfarið gegn breytingunum og treystir á að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gæti hagsmuna sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra í þessum efnum.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst eindregið gegn framkomnum hugmyndum um útvíkkun heilbrigiseftirlitssvæða á landsbyggðinni. Núverandi fyrirkomulag hefur reynst vel á svæðinu og góð sátt og samvinna meðal sveitarfélaganna um verkefnið. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst alfarið gegn breytingunum og treystir á að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gæti hagsmuna sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra í þessum efnum.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir því að formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra og framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra komi á fund til viðræðu um þetta erindi.