Lagt fram bréf dagsett 10. júní 2016 og móttekið 21. júní s.l., frá íbúum á Reykjaströnd varðandi nauðsynlegar úrbætur á Reykjaströndinni sem óskað er eftir að sveitarfélagið beiti sér fyrir að verði gerðar. Upp eru talin forgangsröðun á uppbyggingu samgöngumannvirkja, snjómokstur, sorphirða, lækkun kyndingarkostnaðar með hitaveituvæðingu, þriggja fasa rafmagn, sími og nettengingar. Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Þau atriði sem snúa beint að sveitarfélaginu munu verða skoðuð s.s. snjómokstur, sorphirða og hitaveituvæðing. Varðandi atriði sem snúa að ríkisvaldinu s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, kyndingarkostnaður, þriggja fasa rafmagn, sími og nettengingar, er byggðarráð sammála um mikilvægi framangreindra þátta fyrir búsetu og mun áfram beita sér fyrir úrbótum á þeim. Byggðarráð skorar enn og aftur á ríkisvaldið að beita sér fyrir jöfnun búsetuskilyrða á landinu öllu.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Þau atriði sem snúa beint að sveitarfélaginu munu verða skoðuð s.s. snjómokstur, sorphirða og hitaveituvæðing. Varðandi atriði sem snúa að ríkisvaldinu s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, kyndingarkostnaður, þriggja fasa rafmagn, sími og nettengingar, er byggðarráð sammála um mikilvægi framangreindra þátta fyrir búsetu og mun áfram beita sér fyrir úrbótum á þeim. Byggðarráð skorar enn og aftur á ríkisvaldið að beita sér fyrir jöfnun búsetuskilyrða á landinu öllu.