Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Tónlistarnám í Árskóla
Málsnúmer 1602308Vakta málsnúmer
2.Barnaskóli Freyjugötu - kauptilboð
Málsnúmer 1604036Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 735. fundar og 736. fundar byggðarráðs. Á 736. fundi byggðarráðs þann 7. apríl s.l. var tilboði í fasteignina tekið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera kaupsamning við Sýl ehf. sem er í eigu Friðriks Jónssonar ehf. og Snæbóls ehf.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera kaupsamning við Sýl ehf. sem er í eigu Friðriks Jónssonar ehf. og Snæbóls ehf.
3.Landsskipulagsstefna 2015-2026
Málsnúmer 1606213Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 16. júní 2016 frá Skipulagsstofnun varðandi Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Landsskipulagsstefna 2015-2026 felur í sér stefnu um fjögur viðfangsefni: Skipulag á miðhálendi Íslands, skipulag í dreifbýli, búsetumynstur og dreifingu byggðar og skipulag á haf- og strandsvæðum. Óskað er eftir að sveitarfélagið skipi tengiliði á samráðsvettvang um framfylgd landsskipulagsstefnu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
4.Bréf frá íbúum á Reykjaströnd
Málsnúmer 1606225Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 10. júní 2016 og móttekið 21. júní s.l., frá íbúum á Reykjaströnd varðandi nauðsynlegar úrbætur á Reykjaströndinni sem óskað er eftir að sveitarfélagið beiti sér fyrir að verði gerðar. Upp eru talin forgangsröðun á uppbyggingu samgöngumannvirkja, snjómokstur, sorphirða, lækkun kyndingarkostnaðar með hitaveituvæðingu, þriggja fasa rafmagn, sími og nettengingar.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Þau atriði sem snúa beint að sveitarfélaginu munu verða skoðuð s.s. snjómokstur, sorphirða og hitaveituvæðing. Varðandi atriði sem snúa að ríkisvaldinu s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, kyndingarkostnaður, þriggja fasa rafmagn, sími og nettengingar, er byggðarráð sammála um mikilvægi framangreindra þátta fyrir búsetu og mun áfram beita sér fyrir úrbótum á þeim. Byggðarráð skorar enn og aftur á ríkisvaldið að beita sér fyrir jöfnun búsetuskilyrða á landinu öllu.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Þau atriði sem snúa beint að sveitarfélaginu munu verða skoðuð s.s. snjómokstur, sorphirða og hitaveituvæðing. Varðandi atriði sem snúa að ríkisvaldinu s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, kyndingarkostnaður, þriggja fasa rafmagn, sími og nettengingar, er byggðarráð sammála um mikilvægi framangreindra þátta fyrir búsetu og mun áfram beita sér fyrir úrbótum á þeim. Byggðarráð skorar enn og aftur á ríkisvaldið að beita sér fyrir jöfnun búsetuskilyrða á landinu öllu.
5.Fasteignamat 2017
Málsnúmer 1606205Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 14. júní 2016 frá Þjóðskrá Íslands varðandi fasteignamat 2017. Fram kemur að fasteignamat í sveitarfélaginu hækkar um 0,8% á milli ára og landmat um 3,1% að jafnaði.
Fundi slitið - kl. 10:35.
Ljóst er að tónlistarnám á Sauðárkróki rúmast í Árskóla og leggur fræðslunefnd til að farið verði í nauðsynlegar framkvæmdir svo hefja megi kennsluna þar í upphafi skólaárs 2016 - 2017.
Nefndin lýsir yfir vilja sínum til að færa kennsluna úr Borgarflöt í Árskóla og vísar greinargerð og kostnaðaráætlun til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir bókun fræðslunefndar og er einhuga í því að öll starfsemi tónlistarskólans á Sauðárkróki verði flutt til framtíðar í húsnæði Árskóla. Leggur byggðarráð áherslu á að flutningi tónlistarskólans verði lokið fyrir næstu áramót og að núverandi húsnæði tónlistarskólans verði selt. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 og leggja fyrir næsta fund til fullnaðarafgreiðslu.