Raki og mygla í Tröllaborg, Hofsósi
Málsnúmer 1608223
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 115. fundur - 06.09.2016
Rætt um þær aðstæður sem upp komu fyrir um það bil tveimur vikum er mygla fannst í húsnæði leikskólans Tröllaborgar á Hofsósi. Við skoðun og greiningu kom í ljós að myglan einskorðaðist við háaloft hússins og að loknum þrifum og þéttingu loftlúgu var ákveðið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra að leyfa starfsemi leikskólans þar áfram. Áfram verður fylgst með og sýni tekin. Brýnt er að lagfæra húsið ásamt því að taka ákvörðun um framtíðarskipan leikskóla á Hofsósi.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 118. fundur - 18.01.2017
Vísað er í fundargerð byggðaráðs þann 29/09 2016, varðandi húsnæðismál leikskólans á Hofsósi. Fræðslunefnd leggur áherslu á að málið fái farsælan endi sem fyrst. Unnið er hörðum höndum að lausn málsins.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 119. fundur - 09.02.2017
Leikskólamál á Hofsósi kynnt. Þar sem ekki gekk að koma leikskólanum fyrir í íbúð í eigu sveitarfélagsins, eins og áformað var, leggur nefndin til að skoðað verði að koma leikskólanum tímabundið inn í Höfðaborg. Jafnframt er samþykkt að auglýsa eftir dagforeldrum til starfa á Hofsósi.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 776. fundur - 02.03.2017
Lögð fram bókun 119. fundar fræðslunefndar, 9. febrúar 2017 varðandi leikskólann á Hofsósi. Leggur nefndin til að skoðað verði að koma leikskólanum tímabundið fyrir í Félagsheimilinu Höfðaborg.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Lengi hefur verið vitað að núverandi húsnæði leikskólans Barnaborgar að Suðurbraut 7 á Hofsósi er óhentugt fyrir þá starfsemi sem er í húsinu, bæði fyrir börn og ekki síður fyrir starfsmenn leikskólans. Húsið er gamalt og þarfnast verulegra úrbóta eigi það að standast nútíma kröfur um leikskóla. Rakaskemmdir í húsinu hafa komið í ljós og nú er svo komið að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur sent sveitarfélaginu bréf þar sem fram kemur að starfsleyfi leikskólans verði fellt úr gildi frá og með 1. maí n.k. og því ljóst að finna verður leikskólanum annað húsnæði þar sem ekki er boðlegt fyrir nemendur og kennara að vera á núverandi stað.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að haldið verið áfram með hönnun og kostnaðaráætlun á framtíðarhúsnæði fyrir leikskólann á Hofsósi í viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi. Hraða þarf þeim framkvæmdum sem kostur er.
Forgangsatriði er að koma börnum og kennurum úr núverandi húsnæði sem fyrst í tímabundið húsnæði þar til nýtt húsnæði leikskólans verður tekið í notkun.
Þann 9. febrúar 2017 bókaði fræðslunefnd um málið þar sem nefndin leggur til að skoðað verði að koma leikskólanum tímabundið inn í Höfðaborg. Margar leiðir til lausnar á þessu máli hafa verið skoðaðar og er það mat byggðarráðs að skynsamlegast sé að flytja leikskólann tímabundið inn í húsnæði Höfðaborgar þar til framtíðarlausn leikskólans er tilbúinn. Þær framkvæmdir sem þarf að ráðast í til þess að því geti orðið taka ekki langan tíma og verða afturkræfar að fullu.
Hönnun á leikskóla inn í Höfðaborg liggur að mestu fyrir og samþykkir byggðarráð að farið verði í framkvæmdina hið fyrsta.
Jafnframt býður byggðarráð hússtjórn Höfðaborgar á fund ráðsins en ljóst er að þessar framkvæmdir munu þrengja tímabundið að aðstöðu í húsinu þar sem áætlað er að taka austursal hússins undir starfssemi leikskólans.
Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir, Hildur Þóra Magnúsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Lengi hefur verið vitað að núverandi húsnæði leikskólans Barnaborgar að Suðurbraut 7 á Hofsósi er óhentugt fyrir þá starfsemi sem er í húsinu, bæði fyrir börn og ekki síður fyrir starfsmenn leikskólans. Húsið er gamalt og þarfnast verulegra úrbóta eigi það að standast nútíma kröfur um leikskóla. Rakaskemmdir í húsinu hafa komið í ljós og nú er svo komið að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur sent sveitarfélaginu bréf þar sem fram kemur að starfsleyfi leikskólans verði fellt úr gildi frá og með 1. maí n.k. og því ljóst að finna verður leikskólanum annað húsnæði þar sem ekki er boðlegt fyrir nemendur og kennara að vera á núverandi stað.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að haldið verið áfram með hönnun og kostnaðaráætlun á framtíðarhúsnæði fyrir leikskólann á Hofsósi í viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi. Hraða þarf þeim framkvæmdum sem kostur er.
Forgangsatriði er að koma börnum og kennurum úr núverandi húsnæði sem fyrst í tímabundið húsnæði þar til nýtt húsnæði leikskólans verður tekið í notkun.
Þann 9. febrúar 2017 bókaði fræðslunefnd um málið þar sem nefndin leggur til að skoðað verði að koma leikskólanum tímabundið inn í Höfðaborg. Margar leiðir til lausnar á þessu máli hafa verið skoðaðar og er það mat byggðarráðs að skynsamlegast sé að flytja leikskólann tímabundið inn í húsnæði Höfðaborgar þar til framtíðarlausn leikskólans er tilbúinn. Þær framkvæmdir sem þarf að ráðast í til þess að því geti orðið taka ekki langan tíma og verða afturkræfar að fullu.
Hönnun á leikskóla inn í Höfðaborg liggur að mestu fyrir og samþykkir byggðarráð að farið verði í framkvæmdina hið fyrsta.
Jafnframt býður byggðarráð hússtjórn Höfðaborgar á fund ráðsins en ljóst er að þessar framkvæmdir munu þrengja tímabundið að aðstöðu í húsinu þar sem áætlað er að taka austursal hússins undir starfssemi leikskólans.
Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir, Hildur Þóra Magnúsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 777. fundur - 09.03.2017
Undir þessum dagskrárlið kom hússtjórn Félagsheimilisins Höfðaborgar ásamt húsverði og fulltrúa foreldrafélags leikskólans á Hofsósi til viðræðu um húsnæðismál vegna leikskólans.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 786. fundur - 22.06.2017
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að haldið verið áfram með hönnun og kostnaðaráætlun á framtíðarhúsnæði fyrir leikskólann á Hofsósi í viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi. Hraða þarf þeim framkvæmdum sem kostur er.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 827. fundur - 03.05.2018
Að ósk Bjarna Jónssonar (Vg og óháð) er þetta mál tekið á dagskrá.
Lögð fram svohljóðandi bókun 123. fundar fræðslunefndar frá 6. september 2017. "Grunnteikningar af nýbyggingu af leikskólanum Tröllaborg á Hofsósi lagðar fram til kynningar. Verið er að vinna kostnaðargreiningu og frekari hönnun. Ítrekað er að verkinu verði hraðað eins og kostur er."
Einnig lagðar fram teikningar sem vísað er til í ofangreindri bókun.
Lögð fram svohljóðandi bókun 123. fundar fræðslunefndar frá 6. september 2017. "Grunnteikningar af nýbyggingu af leikskólanum Tröllaborg á Hofsósi lagðar fram til kynningar. Verið er að vinna kostnaðargreiningu og frekari hönnun. Ítrekað er að verkinu verði hraðað eins og kostur er."
Einnig lagðar fram teikningar sem vísað er til í ofangreindri bókun.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 854. fundur - 23.01.2019
Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Jón Þór Þorvaldsson arkitekt og Steinunn Jónsdóttir frá Úti Inni arkitektastofu. Kynntar voru grunnteikningar að nýjum tveggja deilda leikskóla sem byggður verður við grunnskólann á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kynna teikningarnar fyrir hlutaðeigandi starfsmönnum leik- og grunnskóla. Stefnt er að þeirri vinnu verði lokið fyrir næsta fund byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kynna teikningarnar fyrir hlutaðeigandi starfsmönnum leik- og grunnskóla. Stefnt er að þeirri vinnu verði lokið fyrir næsta fund byggðarráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 855. fundur - 30.01.2019
Farið yfir hönnun nýs leikskóla á Hofsósi og ábendingar sem komið hafa fram á því stigi. Jón Þór Þoraldsson arkitekt og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs sátu þennan dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að ljúka fullnaðarhönnun á byggingunni samkvæmt fyrirliggjandi teikningum og gera verkið útboðshæft.
Byggðarráð samþykkir að ljúka fullnaðarhönnun á byggingunni samkvæmt fyrirliggjandi teikningum og gera verkið útboðshæft.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 921. fundur - 01.07.2020
Byggðarráðsfulltrúar fóru í vettvangsferð á byggingarstað nýs leikskóla við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi.