Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Umsókn um rekstur - sundlaugin á Sólgörðum
Málsnúmer 2006036Vakta málsnúmer
2.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts
Málsnúmer 2006250Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn félags/félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2020 skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Umsóknin er dagsett 25. júní 2020 og umsækjandi Stóragerði ehf. vegna fasteigna Samgönguminjasafnsins í Stóragerði.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk í samræmi við framangreinda reglugerð af fasteignunum F2295587 Stóra-Gerði lóð 5, F2143494 Stóra-Gerði lóð 3 og F2268455 Stóra-Gerði lóð 1.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk í samræmi við framangreinda reglugerð af fasteignunum F2295587 Stóra-Gerði lóð 5, F2143494 Stóra-Gerði lóð 3 og F2268455 Stóra-Gerði lóð 1.
3.Umsókn um lækkun fasteignaskatts
Málsnúmer 2006184Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn félags/félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2020 skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Umsóknin er dagsett 18. júní 2020 og umsækjandi Villa Nova ehf. vegna fasteignarinnar Aðalgata 23.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk í samræmi við framangreinda reglugerð af fasteigninni F2131155 Aðalgata 23.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk í samræmi við framangreinda reglugerð af fasteigninni F2131155 Aðalgata 23.
4.Samráð; Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, 2. útgáfa
Málsnúmer 2006246Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. júní 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 119/2020, "Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, 2. útgáfa". Umsagnarfrestur er til og með 20.09.2020.
5.Samráð; Drög að reglugerð um skráningu einstaklinga
Málsnúmer 2006260Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. júní 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 121/2020, "Drög að reglugerð um skráningu einstaklinga". Umsagnarfrestur er til og með 16.08.2020.
6.Upplýsingar um rannsóknir vegna undirbúnings Blöndulínu 3
Málsnúmer 2006211Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 18. júní 2020 frá Landsneti hf. varðandi upplýsingar um rannsóknir vegna undirbúnings Blöndulínu 3.
7.Leikskólinn á Hofsósi
Málsnúmer 1608223Vakta málsnúmer
Byggðarráðsfulltrúar fóru í vettvangsferð á byggingarstað nýs leikskóla við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi.
Fundi slitið - kl. 12:37.
Samningsdrögin rædd og möguleikar á breytingum á þeim. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Sótahnjúks ehf. um samninginn og þær athugasemdir sem þau gerðu við samningsdrögin fyrir fundinn.