Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

921. fundur 01. júlí 2020 kl. 11:30 - 12:37 í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Umsókn um rekstur - sundlaugin á Sólgörðum

Málsnúmer 2006036Vakta málsnúmer

Málið áður rætt á 920. fundi byggðarráðs þann 24. júní 2020. Lögð fram endurunnin drög að samningi á milli Sótahnjúks ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur og viðhald sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum. Samningurinn gildir til 31. desember 2023.
Samningsdrögin rædd og möguleikar á breytingum á þeim. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Sótahnjúks ehf. um samninginn og þær athugasemdir sem þau gerðu við samningsdrögin fyrir fundinn.

2.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2006250Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn félags/félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2020 skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Umsóknin er dagsett 25. júní 2020 og umsækjandi Stóragerði ehf. vegna fasteigna Samgönguminjasafnsins í Stóragerði.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk í samræmi við framangreinda reglugerð af fasteignunum F2295587 Stóra-Gerði lóð 5, F2143494 Stóra-Gerði lóð 3 og F2268455 Stóra-Gerði lóð 1.

3.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 2006184Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn félags/félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2020 skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Umsóknin er dagsett 18. júní 2020 og umsækjandi Villa Nova ehf. vegna fasteignarinnar Aðalgata 23.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk í samræmi við framangreinda reglugerð af fasteigninni F2131155 Aðalgata 23.

4.Samráð; Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, 2. útgáfa

Málsnúmer 2006246Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. júní 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 119/2020, "Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, 2. útgáfa". Umsagnarfrestur er til og með 20.09.2020.

5.Samráð; Drög að reglugerð um skráningu einstaklinga

Málsnúmer 2006260Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. júní 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 121/2020, "Drög að reglugerð um skráningu einstaklinga". Umsagnarfrestur er til og með 16.08.2020.

6.Upplýsingar um rannsóknir vegna undirbúnings Blöndulínu 3

Málsnúmer 2006211Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 18. júní 2020 frá Landsneti hf. varðandi upplýsingar um rannsóknir vegna undirbúnings Blöndulínu 3.

7.Leikskólinn á Hofsósi

Málsnúmer 1608223Vakta málsnúmer

Byggðarráðsfulltrúar fóru í vettvangsferð á byggingarstað nýs leikskóla við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi.

Fundi slitið - kl. 12:37.