Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

854. fundur 23. janúar 2019 kl. 11:30 - 12:19 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs

Málsnúmer 1901228Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Freyju, Skagafirði, dagsett 21. janúar 2019 þar sem klúbburinn óskar eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að koma upp Freyju-fjölskyldugarði Skagafjarðar. Óskað er eftir samstarfi í þeirri mynd að finna góða staðsetningu fyrir sumarið 2019. Klúbburinn sjái um fjárfestingu í leiktækjum en viðhald svæðisins verði í höndum sveitarfélagsins. Markmiðið með garðinum er að hlúa að fjölskyldum og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

2.Umsókn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Félagsheimili Rípurhrepps

Málsnúmer 1901220Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901263, dagsettur 18. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur, kt. 111091-3159 um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í Félagsheimili Rípurhrepps þann 23. febrúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Leikskólinn á Hofsósi

Málsnúmer 1608223Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Jón Þór Þorvaldsson arkitekt og Steinunn Jónsdóttir frá Úti Inni arkitektastofu. Kynntar voru grunnteikningar að nýjum tveggja deilda leikskóla sem byggður verður við grunnskólann á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kynna teikningarnar fyrir hlutaðeigandi starfsmönnum leik- og grunnskóla. Stefnt er að þeirri vinnu verði lokið fyrir næsta fund byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 12:19.