Borgarflöt 1 - sala
Málsnúmer 1610321
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 762. fundur - 27.10.2016
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina Borgarflöt 1, fastanúmer 213-1287, til sölu. Gert er ráð fyrir sölu fasteignarinnar í fjárhagsáætlun ársins 2016.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 767. fundur - 08.12.2016
Lögð fram fundargerð frá 6. desember 2016 vegna opnunar tilboða í fasteignina Borgarflöt 1, 213-1287, Sauðárkróki. Tilboðin voru opnuð á skrifstofu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að viðstöddum Ástu Pámadóttur sveitarstjóra og Margeiri Friðrikssyni sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Eftirtaldir sendu tilboð (í stafrófsröð):
1.
IG Ferðir ehf.
2.
Kaupfélag Skagfirðinga
3.
Kiwanisklúbburinn Drangey
4.
Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson og Kristinn T. Björgvinsson f.h. óstofnaðs félags
5.
Þreksport ehf.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði hæstbjóðanda, IG Ferða ehf.
Eftirtaldir sendu tilboð (í stafrófsröð):
1.
IG Ferðir ehf.
2.
Kaupfélag Skagfirðinga
3.
Kiwanisklúbburinn Drangey
4.
Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson og Kristinn T. Björgvinsson f.h. óstofnaðs félags
5.
Þreksport ehf.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði hæstbjóðanda, IG Ferða ehf.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 768. fundur - 12.12.2016
Á 767. fundi byggðarráðs var samþykkt að ganga að hæsta tilboði í fasteignina Borgarflöt 1, frá IG Ferðum ehf. IG Ferðir ehf. hafa nú fallið frá tilboði sínu með tölvupósti þann 9. desember 2016.
Byggðarráð samþykkir að gera næstbjóðanda, Þreksporti ehf., gagntilboð.
Byggðarráð samþykkir að gera næstbjóðanda, Þreksporti ehf., gagntilboð.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 769. fundur - 15.12.2016
Málið áður á dagskrá 768. fundar byggðarráðs. Samþykkt var þá að gera Þreksporti ehf. gagntilboð sem fyrirtækið hefur gengið að. Söluverð fasteignarinnar er 48 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá samningum um söluna.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá samningum um söluna.