Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Borgarflöt 1 - sala
Málsnúmer 1610321Vakta málsnúmer
2.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa v. 2017
Málsnúmer 1611059Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfa í Sveitarfélaginu Skagafirði. Gjaldskránni var vísað frá 295. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 9. desember 2016.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3.Samningur um vátryggingar - endurnýjun
Málsnúmer 1612085Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að endurnýjun á vátryggingasamningi við Vátryggingafélag Íslands til fjögurra ára frá 1. janúar 2017 að telja. Lögð verður áhersla á náið samstarf í forvarna- og öryggismálum á samningstímanum.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.
4.Fjárhagsáætlun 2017-2020
Málsnúmer 1608164Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2017-2021.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn. Fulltrúi Vg og óháðra, Bjarni Jónsson situr hjá við afgreiðsluna.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn. Fulltrúi Vg og óháðra, Bjarni Jónsson situr hjá við afgreiðsluna.
Fundi slitið - kl. 09:43.
Byggðarráð samþykkir að gera næstbjóðanda, Þreksporti ehf., gagntilboð.