Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

768. fundur 12. desember 2016 kl. 08:15 - 09:43 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Borgarflöt 1 - sala

Málsnúmer 1610321Vakta málsnúmer

Á 767. fundi byggðarráðs var samþykkt að ganga að hæsta tilboði í fasteignina Borgarflöt 1, frá IG Ferðum ehf. IG Ferðir ehf. hafa nú fallið frá tilboði sínu með tölvupósti þann 9. desember 2016.

Byggðarráð samþykkir að gera næstbjóðanda, Þreksporti ehf., gagntilboð.

2.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa v. 2017

Málsnúmer 1611059Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfa í Sveitarfélaginu Skagafirði. Gjaldskránni var vísað frá 295. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 9. desember 2016.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Samningur um vátryggingar - endurnýjun

Málsnúmer 1612085Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjun á vátryggingasamningi við Vátryggingafélag Íslands til fjögurra ára frá 1. janúar 2017 að telja. Lögð verður áhersla á náið samstarf í forvarna- og öryggismálum á samningstímanum.

Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.

4.Fjárhagsáætlun 2017-2020

Málsnúmer 1608164Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2017-2021.

Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn. Fulltrúi Vg og óháðra, Bjarni Jónsson situr hjá við afgreiðsluna.

Fundi slitið - kl. 09:43.