Fara í efni

Nefndalaun 1. nóv 2016 - hækkun þingfararkaups

Málsnúmer 1611009

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 763. fundur - 10.11.2016

Samkvæmt samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þá eru viðmið um grunnlaun, þóknanir og starfstengdan kostnað sett sem hlutfall af þingfararkaupi á hverjum tíma.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar því til sveitarstjórnar að hafna hækkun á launakjörum fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, sem leiðir af 44% hækkun þingfararkaups sem kjararáð úrskurðaði um þann 29. október s.l.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 348. fundur - 23.11.2016

Vísað frá 763. fundi byggðarráðs, 10. nóvember 2016.



"Samkvæmt samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þá eru viðmið um grunnlaun, þóknanir og starfstengdan kostnað sett sem hlutfall af þingfararkaupi á hverjum tíma.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar því til sveitarstjórnar að hafna hækkun á launakjörum fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, sem leiðir af 44% hækkun þingfararkaups sem kjararáð úrskurðaði um þann 29. október s.l."



Ofangreind bókun borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæum.