Fundarboð flugklasinn AIR 66N 22. nóvember
Málsnúmer 1611083
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 39. fundur - 10.11.2016
Tekið fyrir erindi frá flugklasanum AIR 66N þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður sendi fulltrúa á fund klasans þar sem erlendir ráðgjafar munu segja frá ferlinu við að ná flugi inn á nýja áfangastaði. Samþykkt að Gunnsteinn Björnsson og Viggó Jónsson mæti til fundarins sem fulltrúar sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að senda fulltrúa frá sveitarfélaginu á fundinn.