Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fundarboð flugklasinn AIR 66N 22. nóvember
Málsnúmer 1611083Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá flugklasanum AIR 66N þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður sendi fulltrúa á fund klasans þar sem erlendir ráðgjafar munu segja frá ferlinu við að ná flugi inn á nýja áfangastaði. Samþykkt að Gunnsteinn Björnsson og Viggó Jónsson mæti til fundarins sem fulltrúar sveitarfélagsins.
2.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - Arnarstapi
Málsnúmer 1610324Vakta málsnúmer
Kynnt umsókn Sveitarfélagsins í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þar sem áformuð er frekari uppbygging á svæðinu við Arnarstapa í Skagafirði.
3.Rekstur tjaldsvæðanna í Skagafirði
Málsnúmer 1609232Vakta málsnúmer
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti haustið 2016 eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Ein umsókn barst til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar fyrir lok umsóknarfrests. Samþykkt að ganga til viðræðna við umsækjendur, Halldór Brynjar Gunnlaugsson og Hildi Þóru Magnúsdóttur, um rekstur tjaldsvæðanna.
4.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2016-2017
Málsnúmer 1609092Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016-2017. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss en engum byggðakvóta til Sauðárkróks. Nefndinni hefur borist rökstuðningur ráðuneytisins fyrir úthlutuninni.Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. Þá er með engu móti hægt að sjá hvernig aukin veiði á rækju hefur með veiðar smábáta frá Sauðárkróki að gera.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta nú þegar reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta sem raunverulega ná því markmiði að styðja við veikari byggðir landsins.
5.Styrkbeiðni - Skagfirskar skemmtisögur
Málsnúmer 1610059Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Guðjóni Inga Eiríkssyni hjá Bókaútgáfunni Hólum vegna útgáfu 5. bindis Skagfirskra skemmtisagna í samantekt Björns Jóhanns Björnssonar.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við beiðninni. Nefndin vekur athygli sendanda á að nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og hvetur hann til að sækja um þar.
6.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2017
Málsnúmer 1611089Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga verði óbreytt á árinu 2017 frá því sem nú er.
7.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2017
Málsnúmer 1611090Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga verði óbreytt á árinu 2017 frá því sem nú er.
8.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2017
Málsnúmer 1611091Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að almennt lánþegagjald á Héraðsbókasafni Skagfirðinga verði hækkað í kr. 2500,- og að árgjald stofnana og skóla verðið hækkað í kr. 5000,- frá og með 1. janúar 2017. Aðrir liðir í gildandi gjaldskrá taki ekki breytingum.
9.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2017
Málsnúmer 1611092Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að aðgangur að Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ verði á árinu 2017 kr. 1600 fyrir einstaklinga, kr. 1200 fyrir hópa og námsmenn og gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri. Nefndin samþykkir jafnframt að á árinu 2018 verði aðgangur að Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ kr. 1700 fyrir einstaklinga, kr. 1300 fyrir hópa og námsmenn og gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri.
10.Fjárhagsáætlun 2017 - atvinnu- og ferðamál
Málsnúmer 1611093Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 13 vegna atvinnu- og ferðamála vegna ársins 2017.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.
11.Fjárhagsáætlun 2017 - menningarmál
Málsnúmer 1611094Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 05 vegna menningarmála vegna ársins 2017.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.
Fundi slitið - kl. 17:30.