Fara í efni

Bókun um fjárframlög til hafnaframkvæmda

Málsnúmer 1612097

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 769. fundur - 15.12.2016

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2016 frá Hafnasambandi Íslands varðandi mikla skerðingu á fjárframlögum til hafnaframkvæmda árið 2017 í frumvarpi til fjárlaga 2017.

Byggðarráð hefur miklar áhyggjur af skerðingu fjármagns til hafnaframvæmda 2017 og tekur undir bókun Hafnasambands Íslands sem er svohljóðandi: "Í frumvarpi til fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 212 mkr.í hafnabótasjóð, sem er 400 mkr. lækkun frá árinu 2016. Í nýsamþykktri samgönguáætlun er hins vegar gert ráð fyrir 1.158 mkr. í hafnabótasjóð.

Á nýliðnu hafnasambandsþingi sem haldið var 13.-14. október s.l. var því fagnað að hlutur hafna var aukinn í samgönguáætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur er því sá fögnuður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsis að fyrirhuguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu."

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 124. fundur - 13.02.2017

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir bókun sem samþykkt var á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands þann 7. desember en þar segir;

"Í frumvarpi til fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 212 m.kr. í hafnabótasjóð, sem er 400m.kr. lækkun frá árinu 2016. Í nýsamþykktri samgönguáætlun er hins vegar gert ráð fyrir 1.158m.kr. í hafnabótasjóð.

Á nýliðnu hafnasambandsþingi, sem haldið var 13. til 14. október sl., var því fagnað að hlutur hafna var aukinn í samgönguáætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur og er því sá fögnuður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsins að fyrirhuguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu."