Fara í efni

Leiga á Sólgarðaskóla og umsjón með sundlaug sumarið 2017

Málsnúmer 1701104

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 119. fundur - 09.02.2017

Lögð er fram ósk frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Símonarsyni um leigu á Sólgarðaskóla og sundlauginni á Sólgörðum til reksturs ferðaþjónustu í sumar. Nefndin, í samráði við formann félags- og tómstundanefndar, leggur til að auglýst verði eftir aðilum til að leigja Sólgarðaskóla og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum.

Jóhann Bjarnason sat fundinn undir liðum 3, 4 og 5.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 120. fundur - 06.04.2017

Á fundi sínum þann 9. febrúar s.l. samþykkti nefndin, í samráði við formann félags- og tómstundanefndar, að auglýsa eftir aðilum til að leigja Sólgarðaskóla og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum, en þá þegar höfðu tveir aðilar óskað eftir að taka Sólgarðaskóla á leigu til ferðaþjónustu sumarið 2017. Nefndin samþykkir að ganga til samninga við Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Símonarson.
Ólafur Atli Sindrason og Jóhann Bjarnason sátu fundinn undir þessum lið.