Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Reglur um innritun í leikskóla Skagafjarðar
Málsnúmer 1704009Vakta málsnúmer
Tillaga að breytingum á reglum um innritun og innheimtu í leikskólum Skagafjarðar lagðar fram. Nefndin samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.
Eyrún Berta Guðmundsdóttir og Kristín Halla Bergsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
2.Erindi frá foreldrum barna á leikskólanum Barnaborg á Hofsósi
Málsnúmer 1703187Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá foreldrum barna í leikskólanum Barnaborg á Hofsósi, þar sem lýst er áhyggjum af stöðu leikskólamála þar. Með vísan í bókun byggðarráðs frá 30. mars s.l. telur nefndin að búið sé að finna viðeigandi lausn til bráðabirgða á leikskólamálum á Hofsósi.
Eyrún Berta Guðmundsdóttir og Kristín Halla Bergsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
3.Innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla
Málsnúmer 1702155Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Menntamálastofnun um innleiðingu á nýjum námsmatskvarða við loka grunnskóla. Þar er áréttað að frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10. bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A-D við lok 10. bekkjar grunnskóla. Ráðuneytið ítrekar jafnframt að skólar skulu ekki nota vörpun við einkunnagjöf, þ.e.umreikna einkunnir í tölum yfir í bókstafina A-D. Grunnskólar skulu í öllum tilvikum styðjast við
hæfni- og matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 og 2013 við einkunnagjöf nemenda í 10.
bekk.
hæfni- og matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 og 2013 við einkunnagjöf nemenda í 10.
bekk.
Ólafur Atli Sindrason og Jóhann Bjarnason sátu fundinn undir þessum lið.
4.Styrkur til eflingar upplýsingatækni í skólum Skagafjarðar
Málsnúmer 1702194Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, f.h. verkefnisstjórnar ,,Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði" þar sem tilkynnt er um að fræðsluþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sé veittur styrkur að upphæð 7 milljónir króna til kaupa á spjaldtölvum fyrir grunnskóla Skagafjarðar. Fræðslunefnd þakkar þann hlýhug sem atvinnulífið sýnir skólum Skagafjarðar með þessum myndarlega styrk.
Ólafur Atli Sindrason og Jóhann Bjarnason sátu fundinn undir þessum lið.
5.Ósk um leigu á Sólgarðaskóla sumarið 2017
Málsnúmer 1612056Vakta málsnúmer
Á fundi sínum þann 9. febrúar s.l. samþykkti nefndin, í samráði við formann félags- og tómstundanefndar, að auglýsa eftir aðilum til að leigja Sólgarðaskóla og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum, en þá þegar höfðu tveir aðilar óskað eftir að taka Sólgarðaskóla á leigu til ferðaþjónustu sumarið 2017. Nefndin þakkar Erni fyrir umsóknina en hefur ákveðið að ganga til samninga við Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Símonarson.
Ólafur Atli Sindrason og Jóhann Bjarnason sátu fundinn undir þessum lið.
6.Leiga á Sólgarðaskóla og umsjón með sundlaug sumarið 2017
Málsnúmer 1701104Vakta málsnúmer
Á fundi sínum þann 9. febrúar s.l. samþykkti nefndin, í samráði við formann félags- og tómstundanefndar, að auglýsa eftir aðilum til að leigja Sólgarðaskóla og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum, en þá þegar höfðu tveir aðilar óskað eftir að taka Sólgarðaskóla á leigu til ferðaþjónustu sumarið 2017. Nefndin samþykkir að ganga til samninga við Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Símonarson.
Ólafur Atli Sindrason og Jóhann Bjarnason sátu fundinn undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 14:45.