Fara í efni

Innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla

Málsnúmer 1702155

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 120. fundur - 06.04.2017

Lagt fram erindi frá Menntamálastofnun um innleiðingu á nýjum námsmatskvarða við loka grunnskóla. Þar er áréttað að frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10. bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A-D við lok 10. bekkjar grunnskóla. Ráðuneytið ítrekar jafnframt að skólar skulu ekki nota vörpun við einkunnagjöf, þ.e.umreikna einkunnir í tölum yfir í bókstafina A-D. Grunnskólar skulu í öllum tilvikum styðjast við

hæfni- og matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 og 2013 við einkunnagjöf nemenda í 10.

bekk.
Ólafur Atli Sindrason og Jóhann Bjarnason sátu fundinn undir þessum lið.