Styrkur til eflingar upplýsingatækni í skólum Skagafjarðar
Málsnúmer 1702194
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 120. fundur - 06.04.2017
Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, f.h. verkefnisstjórnar ,,Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði" þar sem tilkynnt er um að fræðsluþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sé veittur styrkur að upphæð 7 milljónir króna til kaupa á spjaldtölvum fyrir grunnskóla Skagafjarðar. Fræðslunefnd þakkar þann hlýhug sem atvinnulífið sýnir skólum Skagafjarðar með þessum myndarlega styrk.
Ólafur Atli Sindrason og Jóhann Bjarnason sátu fundinn undir þessum lið.