Fara í efni

Ísland Ljóstengt - áframhaldandi uppbygging ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði.

Málsnúmer 1703007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 776. fundur - 02.03.2017

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið og kynnti verkefnið Ísland ljóstengt. Lagður fram samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2017 í Sveitarfélaginu Skagafirði. Samningsaðilar eru Fjarskiptasjóður og Sveitarfélagið Skagafjörður. Sveitarfélagið mun nýta styrkinn til þess að tengja 151 stað við ljósleiðarakerfið á árinu 2017. Fjárhæð styrksins er 53.838.800 kr.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 35. fundur - 15.03.2017

Nefndarmönnum var sýnd stutt kynning vegna íbúafundar um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í menningarhúsinu Miðgarði fimmtudaginn 16. mars.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 39. fundur - 19.06.2017

Rætt um áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðara í dreifbýli.
Sviðsstjóra falið að ræða við Mílu.
Samþykkt að bjóða út síðustu áfanga Ísland ljóstengt 2017 í Skagafirði.