Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 302

Málsnúmer 1703018F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 353. fundur - 12.04.2017

Fundargerð 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Sigurður Baldursson kt. 270963-2349 og Guðrún Kristín Jóhannesdóttir kt. 200861-4269, þinglýstir eigendur Páfastaða, landnr. 145989, sækja um heimild til þess að stofna tvo byggingarreiti í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 22. feb. 2017, breytt 13. mars 2017. Númer uppdráttar er S101 í verki nr. 7783-01.
    Annars vegar er um að ræða byggingarreit vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar, vestur og norður af núverandi fjósi. Hins vegar er um að ræða byggingarreit vegna haugtanks úr forsteyptum einingum, sem staðsettur verður norðan við núverandi fjós. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar og umsögn RARIK vegna nálægðar fjósbyggingar við raflínu. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Birna Valdimarsdóttir kt. 300786-2279 og Þorbergur Gíslason kt. 151184-2519, þinglýstir eigendur lóðarinnar Glaumbær II, lóð, landnr. 224804, sækja um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 738701, dags. 1. febrúar 2017. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir vegtengingu að Sauðárkróksbraut (75) eins og sýnt er á uppdrættinum. Á 300. fundi nefndarinnar sem haldin var 1. mars sl., var afgreiðslu frestað.
    Í dag liggja fyrir umbeðnar umsagnir Minjavarðar og Vegagerðarinnar sem óskar eftir að vegtenging að lóð verði færð 20 m í suður m.v það sem sýnt var á ofanrituðum uppdrætti. Nú liggur fyrir breyttur afstöðuuppdráttur, breyting dagsett 21.03.2017 þar sem vegtenging að lóð er færð 20 m til suðurs í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar. Byggingarreitur og vegtenging samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga sundlaugar- og íþróttasvæðisins við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Greinargerð á uppdrætti ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga unnin hjá Úti Inni arkitektum Þingholtsstræti 27 Reykjavík af Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt dagsett 18.03.2017. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 16, "Skagfirðingabraut - íþróttasvæði - deiliskipulag" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Helgi Freyr Margeirsson kt. 180382-3729 sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagni í landi Glaumbæjar, landnúmer 146031. Meðfylgjandi greinargerð gerir grein fyrir erindinu. Fyrir liggja umsagnir Guðmundar L. Hafsteinssonar fh. Þjóðminjasafns Íslands og Sr. Gísla Gunnarssonar kirkjuráðsmanns og staðahaldara í Glaumbæ.
    Í umsögn Guðmundar L. Hafsteinssonar fh. Þjóðminjasafns Íslands kemur fram að Þjóðminjasafnið hafnar því að setja niður matarvagn við umrætt svæði.
    Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að veita tímabundið stöðuleyfi, frá 1. maí til 1. október 2017, fyrir söluvagni við hlið salernishúss eins og meðfylgjandi teikning sýnir en fyrir liggur samþykki umráðamanns jarðarinnar.
    Skipulags og byggingarnefnd telur að óhætt sé að gera þessa tilraun á meðan unnið er í deiliskipulagi en sú vinna er nú þegar í gangi.
    Fulltrúi Vg og óháðra, Hildur Þóra Magnúsdóttir, óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn umsókninni enda gangi hún þvert á umsögn Þjóðminjasafns Íslands, sem telur að matarvagn á svæðinu samræmist ekki þeirri ásýnd og upplifun sem lagt er upp með að skapa í Byggðasafninu í Glaumbæ. Enn fremur hvetur Þjóðminjasafnið til þess að gert verði deiliskipulag fyrir minjasvæðið og tekur undirrituð heilshugar undir að kraftur verði settur í að flýta því verkefni
    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Lagt er til að umsókn Helga Margeirssonar um stöðuleyfi fyrir matarvagn við Glaumbæ verði send til umsagnar hjá atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd og Umhverfis,- og samgöngunefndar sveitarfélagsins áður en sveitarstjórn afgreiðir málið af sinni hálfu.

    Greinargerð:
    Mikilvægt er að hlutaðeigandi fagnefndir fjalli um og veiti umsögn um mál sem þetta og hafi aðkomu að ákvarðanaferlinu. Menningar og ferðamálin eru hjá atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd. Þar eru málefni Glaumbæjar að stóru leyti og flest það sem safnið snertir. Umferðar og aðgengismál eru á verksviði Umhverfis,- og samgöngunefndar, þar með talið við Glaumbæ. Það er í anda góðra stjórnsýsluhátta að þessar nefndir fá málið til umsagnar áður en sveitarstjórn tekur um það ákvörðun.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista
    Bjarni Jónsson, VG og óháðir

    Ásta Björg Pálmadóttir, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Sigríður Magnúsdóttur með leyfi forseta, kvöddu sér hljóðs.
    Tillagan borin upp til afgreiðslu og felld með 6 atkvæðum gegn tveimur. Sigríður Magnúsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Undirrituð óska bókað að við greiðum atkvæði gegn umsókninni. Fram hefur komið yfirlýst andstæða Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafnsins sem telja að matarvagn á svæðinu samrýmist ekki ásýnd og þeirri upplifun sem lagt er upp með að skapa í Byggðasafninu Glaumbæ. Um er að ræða athyglisvert frumkvæði hjá umsækjanda en söluvagn á ekki heima á minjastað eins og Glaumbær er og stöðuleyfi söluvagns þar getur verið fordæmisgefandi. Deiliskipulag minjasvæðisins liggur ekki fyrir og gefa má að fyrirhuguð framkvæmd rýri verulega upplifunargildi, ásýnd og minjagildi staðarins. Nauðsynlegt er að deiliskipulagsgerð í Glaumbæ verði hraðað, skipulag er forsenda uppbyggingar, safnastarfsemi og ferðaþjónustu ásvæðinu og afar mikilvægt að halda umfangi mannvirkja í skefjum og fella þau sem best að umhverfinu og andblæ staðarins. Gamli bærinn í Glaumbæ er þjóðargersemi sem á að umgangast af virðingu og varkárni.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista
    Bjarni Jónsson, VG og óháðir

    Afgreiðsla 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með sex atkvæðum, Bjarni Jónsson (VG) og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir(K) greiddu atkvæði á móti, Sigríður Magnúsdóttir (B)situr hjá.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Egill Þórarinsson kt 260160-3709 sækir með bréfi dagsettu 10. mars sl. um að fá úthlutað lóðinni nr. 27 við Flæðagerði. Samþykkt að úthluta Agli lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Af gefnu tilefni vill Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vekja athygli á, með vísan til greina 2.6.1 og 2.6.2 í byggingarreglugerð 112/2012,að sækja skal um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:
    a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
    Umsókn um stöðuleyfi skal vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni viðkomandi hlutar og skal fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á.
    Ef þeir lausafjármunir sem getið er um hér að ofan eru staðsettir án stöðuleyfis skal krefja eiganda um að fjarlægja þá innan eðlilegs frests, þó aldrei lengri frests en eins mánaðar, að öðrum kosti verði það gert á kostnað eiganda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.