Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 127

Málsnúmer 1703021F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 353. fundur - 12.04.2017

Fundargerð 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð, Ásta Björg Pálmadóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Tekið var fyrir erindi frá Hafnasambandi Íslands. Í erindinu er verið að kanna áhuga aðildarhafna um þátttöku í gerð sjónvarpsþátta um hafnir til að kynna starfsemi þeirra.
    Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að svara Hafnasambandinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 392. fundargerð Hafnarsambands Íslands frá 17. ferbrúar 2017, lögð fram til kynningar á 127. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 30. mars 2017. Bókun fundar 392. fundargerð Hafnarsambands Íslands frá 17. ferbrúar 2017, lögð fram til kynningar á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 10. janúar og 23. febrúar 2017 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 10. janúar og 23. febrúar 2017 lagðar fram til kynningar á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017
  • .4 1702020 Samgönguáætlun
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar sinnuleysi stjórnvalda í viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins og beinir því til ríkisstjórnar og þingmanna kjördæmisins að lagðir verði auknir fjármunir í málaflokkinn. Víða í Sveitarfélaginu Skagafirði má finna vegi sem beinlínis eru hættulegir yfirferðar vegna skorts á viðhaldi.
    Nefndin leggur áherslu á að farið verði sem fyrst í uppbyggingu á Reykjastrandarvegi og Hegranesvegi.
    Á síðustu árum hefur umferð um Reykjastrandaveg aukist töluvert og samkvæmt talningum Vegagerðarinnar má gera ráð fyrir að hátt í 50 þúsund ökutæki hafi ekið um veginn árið 2016.
    Nefndinni hefur borist erindi frá íbúum Hegraness þar sem óskað er eftir endurbótum og viðhaldi á Hegranesvegi nr. 764. Undir erindið rita allir íbúar Hegraness.
    Bókun fundar Sigríður Magnúsdóttir gerir tillögu um að sveitarstórn geri bókun umhverfis- og samgöngnefndar að sinni.

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar sinnuleysi stjórnvalda í viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins og beinir því til ríkisstjórnar og þingmanna kjördæmisins að lagðir verði auknir fjármunir í málaflokkinn. Víða í Sveitarfélaginu Skagafirði má finna vegi sem beinlínis eru hættulegir yfirferðar vegna skorts á viðhaldi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að farið verði sem fyrst í uppbyggingu á Reykjastrandarvegi og Hegranesvegi. Á síðustu árum hefur umferð um Reykjastrandaveg aukist töluvert og samkvæmt talningum Vegagerðarinnar má gera ráð fyrir að hátt í 50 þúsund ökutæki hafi ekið um veginn árið 2016. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur borist erindi frá íbúum Hegraness þar sem óskað er eftir endurbótum og viðhaldi á Hegranesvegi nr. 764. Undir erindið rita allir íbúar Hegraness.

    Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
    Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fengið úthlutað styrk til uppsetningu tveggja hraðhleðslustöðva í Varmahlíð og á Sauðárkróki á árinu 2017.
    Lagt var fyrir fundinn yfirlit yfir mögulegar staðsetningar á hraðhleðslustöðvum.
    Nefndin leggur til að hraðhleðslustöðvar verði staðsettar við sundlaugar á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Lögð voru fyrir fundinn drög að nýjum bílastæðum við leikskólann Ársali, yngra stig, við Víðigrund.
    Þörf er á fleiri bílastæðum við leikskólann þar sem bílastæði fyllast iðulega um morgun og síðdegi þegar verið er keyra börn í og úr leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að bæta við 12 bílastæðum við leikskóla sem verða staðsett norðan við núverandi bílastæði í beinu framhaldi af nýjum bílastæðum sem verið er að útbúa sunnan við Víðigrund 5, Oddfellowhúsið.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Ákveðið að sviðstjóri fari í Borgarbyggð til að kynna sér tilhögun sorphirðu í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi við OK Gámaþjónustu vegna leigu á geymslusvæði á Gránumóum.
    Nefndin samþykkir samningsdrögin og felur sviðstjóra að ganga frá samningum við OK Gámaþjónustu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.