Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41
Málsnúmer 1703027F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 353. fundur - 12.04.2017
Fundargerð 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð, enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Til fundar kom Sigríður Sigurðardóttir safnvörður Byggðasafns Skagfirðinga og kynnti ársskýrslu Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2016 og starfsemi safnsins. Rætt var um mögulega framtíðarskipan húsa og muna safnsins. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar starfsmönnum safnsins fyrir gott starf sem birtist í formi Íslensku safnaverðlaunanna 2016. Óskar nefndin starfsmönnum og Skagfirðingum öllum til hamingju með þann heiður. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi á milli Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um umsjón með Víðimýrarkirkju. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Tekið fyrir erindi frá Sólborgu Unu Pálsdóttur héraðsskjalaverði þar sem óskað er eftir leyfi nefndarinnar til að breyta tilhögun vinnu- og varðveislurýmis safnsins. Áformin samþykkt enda rúmast þau innan fjárhagsramma Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Bryndís Lilja Hallsdóttir verkefnastjóri kynnti verkefnið Arctic Coast Way, áfangaskýrslu, framgang þess og næstu skref. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem farið hefur fram í stýrihópnum og vonar að verkefnið fái brautargengi áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Álfakletts ehf. um rekstur tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð 2017 til ársloka 2026. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Huldu Jónasdóttur, fyrir hönd aðstandenda vegna dagskrár 60 ára afmælis Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita kr. 300.000,- til viðburðarins sem tekinn er af fjárhagslið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.