Fara í efni

Stóra-Gröf syðri - tilkynning um skógrækt

Málsnúmer 1703166

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 303. fundur - 05.04.2017

Með bréfi dagsettu 10. mars sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða 20,5 ha. skógrækt að Stóru-Gröf syðri í Skagafirði landnr. 146004. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur sem gerir grein fyrir erindinu. Á því svæði sem sótt er um fer 66kv raflína frá Varmahlíð til Sauðárkróks og er sú línulega mörkuð í aðalskipulagi. Einnig er fyrirhugað að leggja 66kv rafstreng með línunni. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að umsækjandi skili inn nánari gögnum um hvernig staðið skuli að plöntun í nágrenni raflínunnar. Afgreiðslu frestað þar til þau gögn liggja fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd - 304. fundur - 03.05.2017

Með bréfi dagsettu 10. mars sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða 20,5 ha skógrækt að Stóru- Gröf syðri í Skagafirði landnr. 146004. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Á 303 fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 5. apríl sl. var afgreiðslu frestað. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi skulu framkvæmdir sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum ávallt háðar framkvæmdaleyfi. Í fyrsta viðauka við l. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, nánar tiltekið í lið 1.07, kemur fram að á meðal framkvæmda sem falla undir c- flokk, sem eru framkvæmdir sem kunna m.t.t. umfangs, eðlis og staðsetningar að vera háðar mati á umhverfisáhrifum, sé „nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breytir fyrri landnotkun“. Þar sem fyrirhuguð skógrækt breytir núverandi landnotkun, m.a. í skilningi skipulagslaga nr. 123/2010, úr því að vera landbúnaðarsvæði (L) yfir í að vera skógræktar- og landgræðslusvæði (merkt SL) skv. 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er ekki annað að sjá en að hún sé þess háttar „framkvæmd sem tilgreind er í lögum um mat á umhverfisáhrifum“, og sé því háð framkvæmdaleyfi skv. framangreindu ákvæði reglugerðar nr. 772/2012.

Í ljósi ofanritaðs er það afstaða skipulags- og byggingarnefndar að um sé að ræða framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 354. fundur - 08.05.2017

Vísað frá 304. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. maí 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:



Með bréfi dagsettu 10. mars sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða 20,5 ha skógrækt að Stóru- Gröf Syðri í Skagafirði landnr. 146004. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Á 303. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 5. apríl sl. var afgreiðslu frestað. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi skulu framkvæmdir sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum ávallt háðar framkvæmdaleyfi. Í fyrsta viðauka við l. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, nánar tiltekið í lið 1.07, kemur fram að á meðal framkvæmda sem falla undir c- flokk, sem eru framkvæmdir sem kunna m.t.t. umfangs, eðlis og staðsetningar að vera háðar mati á umhverfisáhrifum, sé „nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breytir fyrri landnotkun“. Þar sem fyrirhuguð skógrækt breytir núverandi landnotkun, m.a. í skilningi skipulagslaga nr. 123/2010, úr því að vera landbúnaðarsvæði (L) yfir í að vera skógræktar- og landgræðslusvæði (merkt SL) skv. 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er ekki annað að sjá en að hún sé þess háttar „framkvæmd sem tilgreind er í lögum um mat á umhverfisáhrifum“, og sé því háð framkvæmdaleyfi skv. framangreindu ákvæði reglugerðar nr. 772/2012. Í ljósi ofanritaðs er það afstaða skipulags- og byggingarnefndar að um sé að ræða framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd.



Ofangreind skilgreining skipulags- og byggingarnefdar, um að um framkvæmdisleyfisskylda framkvæmd sé að ræða, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.