Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
Hildur Þóra Magnúsdóttir boðaði forföll.
1.Iðutún 2 - Umsókn um lóð.
Málsnúmer 1703329Vakta málsnúmer
Kristján Elvar Gíslason kt. 19076-3919 og Stefanie Wermelinger kt. 300884-4239 sækja um lóðina Iðutún 2 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta Kristjáni Elvari og Stefani Wermelinger lóðinni.
2.Iðutún 4 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1703320Vakta málsnúmer
Þórhildur Sverrisdóttir kt. 030191-2939 og Stefán Agnar Gunnarsson kt. 071085-3179 sækja um lóðina Iðutún 4 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta Þórhildi og Stefáni Agnari lóðinni.
3.Gilstún 1-3, Umsókn um parhúsalóð
Málsnúmer 1703396Vakta málsnúmer
Hörður Snævar Knútsson kt. 171273-4189 sækir fh. K- Taks ehf. Borgartúni 1 Sauðárkróki kt. 630693-2259, sæki um parhúsalóðina Gilstún 1-3 á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta K-taki lóðinni.
4.Skagafjarðarveitur-Hitaveita- Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögn og ljósleiðara í Lýtingsstaðhreppi hinum forna
Málsnúmer 1703282Vakta málsnúmer
Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki, sækja um leyfi til að leggja hitaveitulagnir frá borholu við Hverhóla inn Vesturdal að Bjarnastaðahlíð og að bæjum í Svartárdal og Tungusveit norður að Brúnastöðum á árinu 2017. Lagðir verða ljósleiðarastrengir með hitaveitulögnunum.
Einnig er óskað eftir leyfi til lagningar ljósleiðarastrengja frá Varmahlíð að Steinsstöðum, drátt strengja í ídráttarrör frá Steinsstöðum að Mælifelli og lögn ljósleiðarastrengja þaðan og fram að Brúnastöðum. Tengja á ljósleiðara að bæjum á þessari leið, að Dalsplássi austan Steinsstaða og þremur svæðum út frá hitaveitulögninni í Svartárdal og Vesturdal. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skagafjarðarveitum verði veitt framkvæmdarleyfi fyrir framkvæmdinni.
Einnig er óskað eftir leyfi til lagningar ljósleiðarastrengja frá Varmahlíð að Steinsstöðum, drátt strengja í ídráttarrör frá Steinsstöðum að Mælifelli og lögn ljósleiðarastrengja þaðan og fram að Brúnastöðum. Tengja á ljósleiðara að bæjum á þessari leið, að Dalsplássi austan Steinsstaða og þremur svæðum út frá hitaveitulögninni í Svartárdal og Vesturdal. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skagafjarðarveitum verði veitt framkvæmdarleyfi fyrir framkvæmdinni.
5.Hafgrímsstaðir 146169 - Umsókn um stöðuleyfi - Austari ehf.
Málsnúmer 1701139Vakta málsnúmer
Austari ehf.,sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðugáma á landi Hafgrímsstaða (landnr. 146169). Gámarnir verða staðsettir á byggingarreit, sem samþykktur var á 292. fundi nefndarinnar á grunni afstöðuuppdráttar gerðum hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þórarinssyni.
Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 776501, útg. dags. 11.08.2016. Á uppdrættinum koma fram tengingar fráveitu í rotþró, neysluvatns og rafmagns. Sótt er um stöðuleyfi til eins árs. Tilgangur stöðuleyfis er að koma fyrir sjö gistigámum í eigu Austari ehf. Gámarnir munu hvíla á steinsteyptum undirstöðum. Fyrir liggur samþykki Guðmundar Inga Elíssonar eiganda Hafgrímsstaða. Erindið samþykkt. Stöðuleyfi veitt til eins árs.
Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 776501, útg. dags. 11.08.2016. Á uppdrættinum koma fram tengingar fráveitu í rotþró, neysluvatns og rafmagns. Sótt er um stöðuleyfi til eins árs. Tilgangur stöðuleyfis er að koma fyrir sjö gistigámum í eigu Austari ehf. Gámarnir munu hvíla á steinsteyptum undirstöðum. Fyrir liggur samþykki Guðmundar Inga Elíssonar eiganda Hafgrímsstaða. Erindið samþykkt. Stöðuleyfi veitt til eins árs.
6.Stóra-Gröf syðri - tilkynning um skógrækt
Málsnúmer 1703166Vakta málsnúmer
Með bréfi dagsettu 10. mars sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða 20,5 ha. skógrækt að Stóru-Gröf syðri í Skagafirði landnr. 146004. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur sem gerir grein fyrir erindinu. Á því svæði sem sótt er um fer 66kv raflína frá Varmahlíð til Sauðárkróks og er sú línulega mörkuð í aðalskipulagi. Einnig er fyrirhugað að leggja 66kv rafstreng með línunni. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að umsækjandi skili inn nánari gögnum um hvernig staðið skuli að plöntun í nágrenni raflínunnar. Afgreiðslu frestað þar til þau gögn liggja fyrir.
7.Mælifellsá - tilkynning um skógrækt
Málsnúmer 1703032Vakta málsnúmer
Með bréfi dagsettu 28. febrúar sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða stækkun á skógrækt að Mælifellsá. landnr. 146004. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012.
Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur sem gerir grein fyrir erindinu.
Skipulags- og byggingarnefnd vill vegna þessarar umsóknar árétta að í staðfestu aðalskipulagi sveitarfélagsins er fjallað um nýja byggðalínu 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar, Blöndulínu 3. Koma þar tvær línuleiðir til greina, svokölluð efribyggðarleið og leiðin fram miðhéraðið, svokölluð Héraðsvatnaleið. Í aðalskipulaginu hefur ekki verið tekin afstaða til línuleiða og er skipulagi frestað á þeim svæðum sem til greina koma sem lagnaleið.
Vinna við breytingu á aðalskiplaginu er nú hafin, m.a. með það að markmiði að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3. Með vísan til gildandi aðalskipulags þar sem framangreint svæði er hugsanlega ætlað undir nýja byggðalínu getur fyrirhuguð stækkun skógræktar orðið ósamrýmanleg þeim fyrirhuguðu landnotum. Þess vegna og þar sem um er að ræða framkvæmd sem fellur undir ákvæði 2. mgr. 4. gr. rgj. 772/2012 telur skipulags- og byggingarnefnd að um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd sé að ræða. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að svara erindinu með vísan til framanritaðs og frekari lagalegra sjónarmiða.
Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur sem gerir grein fyrir erindinu.
Skipulags- og byggingarnefnd vill vegna þessarar umsóknar árétta að í staðfestu aðalskipulagi sveitarfélagsins er fjallað um nýja byggðalínu 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar, Blöndulínu 3. Koma þar tvær línuleiðir til greina, svokölluð efribyggðarleið og leiðin fram miðhéraðið, svokölluð Héraðsvatnaleið. Í aðalskipulaginu hefur ekki verið tekin afstaða til línuleiða og er skipulagi frestað á þeim svæðum sem til greina koma sem lagnaleið.
Vinna við breytingu á aðalskiplaginu er nú hafin, m.a. með það að markmiði að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3. Með vísan til gildandi aðalskipulags þar sem framangreint svæði er hugsanlega ætlað undir nýja byggðalínu getur fyrirhuguð stækkun skógræktar orðið ósamrýmanleg þeim fyrirhuguðu landnotum. Þess vegna og þar sem um er að ræða framkvæmd sem fellur undir ákvæði 2. mgr. 4. gr. rgj. 772/2012 telur skipulags- og byggingarnefnd að um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd sé að ræða. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að svara erindinu með vísan til framanritaðs og frekari lagalegra sjónarmiða.
8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 42
Málsnúmer 1703006FVakta málsnúmer
Fundargerð 42. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar
9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 43
Málsnúmer 1703011FVakta málsnúmer
Fundargerð 43. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar
10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 44
Málsnúmer 1703013FVakta málsnúmer
Fundargerð 44. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar
11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 45
Málsnúmer 1703022FVakta málsnúmer
Fundargerð 45. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar
12.Kæra á ákvörðun Sv.fél. Skagafjarðar v/ Drekahlíð 4 - breikkun innkeyrslu
Málsnúmer 1512077Vakta málsnúmer
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 6. janúar 2016 var bókað að fyrir lægi erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála, dagsett 9. desember 2015 sem hafði til umfjöllunar kæru Sigurlaugar Reynaldsdóttur Drekahlíð 4, þar sem kærð er ákvörðun sveitarfélagsins að hafna umsókn um stækkun á bílastæði/innkeyrslu að Drekahlíð 4 á Sauðárkróki.
Málið snérist um lögmæti ákvörðunnar sveitarstjórnar um að hafna umsókn kæranda og eiginmanns hennar um breikkun á innkeyrslu að húsi þeirra að Drekahlíð 4 og um lögmæti synjunar sveitarstjórnar á beiðni þeirra um endurupptöku þeirrar ákvörðunar.
Nú liggur fyrir úrskurður úrskurðarnefndarinnar og er niðurstaðan tvíþætt:
Kröfu um ógildingu á upphaflegri efnislegri afgreiðslu er vísað frá á þeirri forsendu að ákvörðunin var orðin of gömul þegar hún var kærð til úrskurðarnefndarinnar.
Þá er hafnað kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun sveitarstjórnar um að synja um endurupptöku málsins á þeirri forsendu að ekki verði séð að upphaflega afgreiðslan hafi byggt á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum.
Málið snérist um lögmæti ákvörðunnar sveitarstjórnar um að hafna umsókn kæranda og eiginmanns hennar um breikkun á innkeyrslu að húsi þeirra að Drekahlíð 4 og um lögmæti synjunar sveitarstjórnar á beiðni þeirra um endurupptöku þeirrar ákvörðunar.
Nú liggur fyrir úrskurður úrskurðarnefndarinnar og er niðurstaðan tvíþætt:
Kröfu um ógildingu á upphaflegri efnislegri afgreiðslu er vísað frá á þeirri forsendu að ákvörðunin var orðin of gömul þegar hún var kærð til úrskurðarnefndarinnar.
Þá er hafnað kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun sveitarstjórnar um að synja um endurupptöku málsins á þeirri forsendu að ekki verði séð að upphaflega afgreiðslan hafi byggt á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum.
Fundi slitið - kl. 11:30.