Fara í efni

Reglur v. Hvatapeninga 2017

Málsnúmer 1703356

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 242. fundur - 30.03.2017

Lögð fram tillaga að breyttum reglum um Hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Sveitarfélaginu Skagafirði. Verið er að laga reglurnar að upptöku nýs skráningakerfis í gegnum Nóra, sem tekið var upp um síðustu áramót. Nefndin samþykkir breytingarnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 785. fundur - 08.06.2017

Lögð fram tillaga að breyttum reglum um Hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Sveitarfélaginu Skagafirði. Verið er að laga reglurnar að upptöku nýs skráningakerfis í gegnum Nóra, sem tekið var upp um síðustu áramót. Skilyrði þess að hægt sé að nýta Hvatapeningana er að um skipulagt íþrótta-, lista- eða æskulýðsstarf sé að ræða og sé stundað undir leiðsögn þjálfara, leiðbeinenda eða kennara. Þetta á við um allt skipulagt íþrótta- og æskulýðstarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, tónlistarskóla, skáta og önnur námskeið skipulögð af frístundasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sbr. Sumar-TÍM.
Hvatapeningana er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þáttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfi. Réttur til Hvatapeninga fyrir árið 2017 fellur niður í árslok. Ónýttir Hvatapeningar nýtast ekki milli ára.
Breytingin samþykkt á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017.
Byggðarráð staðfestir samþykkt félags- og tómstundanefndar á breytingu á reglum um Hvatapeninga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 357. fundur - 28.06.2017

Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 785.fundi byggðarráðs 8. júní 2017, þannig bókað:

"Lögð fram tillaga að breyttum reglum um Hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Sveitarfélaginu Skagafirði. Verið er að laga reglurnar að upptöku nýs skráningakerfis í gegnum Nóra, sem tekið var upp um síðustu áramót. Skilyrði þess að hægt sé að nýta Hvatapeningana er að um skipulagt íþrótta-, lista- eða æskulýðsstarf sé að ræða og sé stundað undir leiðsögn þjálfara, leiðbeinenda eða kennara. Þetta á við um allt skipulagt íþrótta- og æskulýðstarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, tónlistarskóla, skáta og önnur námskeið skipulögð af frístundasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sbr. Sumar-TÍM. Hvatapeningana er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þáttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfi. Réttur til Hvatapeninga fyrir árið 2017 fellur niður í árslok. Ónýttir Hvatapeningar nýtast ekki milli ára. Breytingin samþykkt á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017. Byggðarráð staðfestir samþykkt félags- og tómstundanefndar á breytingu á reglum um Hvatapeninga"

Breytingar á reglum um Hvatapeninga bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.