Fara í efni

Ársskýrsla Byggðasafns Skagfirðinga 2016

Málsnúmer 1703374

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 41. fundur - 31.03.2017

Til fundar kom Sigríður Sigurðardóttir safnvörður Byggðasafns Skagfirðinga og kynnti ársskýrslu Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2016 og starfsemi safnsins. Rætt var um mögulega framtíðarskipan húsa og muna safnsins. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar starfsmönnum safnsins fyrir gott starf sem birtist í formi Íslensku safnaverðlaunanna 2016. Óskar nefndin starfsmönnum og Skagfirðingum öllum til hamingju með þann heiður.