Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 44

Málsnúmer 1704019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 354. fundur - 08.05.2017

Fundargerð 44. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 44 Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2017 verða í annað sinn veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Verðlaunin verða veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Kristmundi Bjarnasyni verðlaunin að þessu sinni fyrir afar góð störf í þágu samfélagsins til áratuga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 44 Lögð fyrir drög að stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði fyrir árin 2016-2020.
    Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.