Háahlíð 12 - Umsókn um bílastæði við lóð
Málsnúmer 1704167
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 304. fundur - 03.05.2017
Jón Pálmason kt. 031157-8389 Háuhlíð 12 Sauðárkróki óskar eftir leyfi til að fjarlægja gras/jarðveg af norðurenda graseyjar framan við Háuhlíð 12 og setja hellur í staðinn. Í umsókn kemur fram að stæðið sé hugsað fyrir 1 bíl. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar ekki að gerð séu bílastæði utan lóðar, en heimilar breikkun á innkeyrslu um allt að 1,5 m til suðurs. Framkvæmdin skal unnin í samráði við veitu- og framkvæmdasvið.
Skipulags- og byggingarnefnd - 306. fundur - 01.06.2017
Á fundi skipulags- og byggignarnefndar 3. maí sl. var umsókn Jóns Pálmasonar Háuhlíð 12 um bílastæði utan lóðarinnar afgreitt með eftirfarandi bókun:„Jón Pálmason kt.031157-8389 Háuhlíð 12 Sauðárkróki óskar eftir leyfi til að fjarlægja gras/jarðveg af norðurenda graseyjar framan við Háuhlíð 12 og setja hellur í staðinn. Í umsókn kemur fram að stæðið sé hugsað fyrir 1 bíl. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar ekki að gerð séu bílastæði utan lóðar,en heimilar breikkun á innkeyrslu um allt að 1,5 m til suðurs. Með tölvubréfi þann 3. maí sl. óskar Jón eftir að fá rökstuðning Skipulags- og bygginganefndar fyrir ákvörðun nefndarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tók málið til umfjöllunar að nýju og samþykkir nú erindi Jóns eins og það var fyrir lagt á fundi 3 maí sl.