Fara í efni

Hrolleifsdalur - prufudæling 2017

Málsnúmer 1705062

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 38. fundur - 10.05.2017

Prufudæling á borholum í Hrolleifsdal, SK-28 og SK-32, stendur nú yfir.

Byrjað var að prufudæla SK-28 19. apríl sl. og síðar var farið að dæla úr báðum holum samtímis.

Ákveðið að boða sérfræðinga frá ÍSOR á fund veitunefndar að loknum dæluprófunum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 40. fundur - 16.08.2017

Guðni Axelsson, eðlisfræðingur hjá ÍSOR, kynnti frumdrög nýrrar skýrslu um afkastagetu jarðhitakerfisins í Hrolleifsdal. Skýrslan er byggð á prufudælingum borhola í Hrolleifsdal sem framkvæmdar voru 2014 og 2017.
Samkvæmt skýrslunni anna núverandi borholur ekki þeirri viðbót sem áætluð er 2018 og 2019.
Veitunefnd leggur áherslu á að skoðaðir verði þeir kostir sem til greina koma til að fullnægja áætlaðri vatnsþörf vegna framkvæmdaáætlunar.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 41. fundur - 25.09.2017

Lögð var fram til kynningar endanleg skýrsla frá Ísor varðandi borholur í Hrolleifsdal, "Jarðhitakerfið í Hrolleifsdal - Afkastageta samkvæmt vinnslueftirliti, dæluprófunum og líkanareikningum".
Niðurstaða skýrslunnar er sú að ekki er ráðlegt að auka vinnslu í Hrolleifsdal í stórum skrefum þar sem óljóst er hvort virkjanasvæðið í Hrolleifsdal standi undir aukningu umfram 4 lítrum á sekúndu frá því sem nú er. Ljóst er að niðurstaða skýrslunnar mun tefja uppbyggingu á hitaveitu í Óslandshlíð, Hjaltadal og Viðvíkursveit en vinna er þegar hafin við að skoða aðra kosti en Hrolleifsdal til að anna heitavatnsþörf svæðisins. Skagafjarðarveitur munu boða til íbúafundar fyrir íbúa svæðisins og verður tímasetning fundarins auglýst síðar.