Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.ÍSOR - verkefni fyrir Skagafjarðarveitur 2017
Málsnúmer 1704076Vakta málsnúmer
Guðni Axelsson, eðlisfræðingur hjá ÍSOR, kynnti nefndarmönnum helstu verkefni ÍSOR fyrir Skagafjarðarveitur.
2.Hrolleifsdalur - prufudæling 2017
Málsnúmer 1705062Vakta málsnúmer
Guðni Axelsson, eðlisfræðingur hjá ÍSOR, kynnti frumdrög nýrrar skýrslu um afkastagetu jarðhitakerfisins í Hrolleifsdal. Skýrslan er byggð á prufudælingum borhola í Hrolleifsdal sem framkvæmdar voru 2014 og 2017.
Samkvæmt skýrslunni anna núverandi borholur ekki þeirri viðbót sem áætluð er 2018 og 2019.
Veitunefnd leggur áherslu á að skoðaðir verði þeir kostir sem til greina koma til að fullnægja áætlaðri vatnsþörf vegna framkvæmdaáætlunar.
Samkvæmt skýrslunni anna núverandi borholur ekki þeirri viðbót sem áætluð er 2018 og 2019.
Veitunefnd leggur áherslu á að skoðaðir verði þeir kostir sem til greina koma til að fullnægja áætlaðri vatnsþörf vegna framkvæmdaáætlunar.
3.Gamla dælustöðin við Áshildarholtsvatn - erindi til veitunefndar
Málsnúmer 1708065Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar erindi frá Hirti Inga Sigurðssyni og Sólveigu Olgu Sigurðardóttur varðandi möguleg not á gömlu dælustöðinni við Áshildarholtsvatn í sambandi við uppbyggingu á aðstöðu til fuglaskoðunar.
Sviðstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins.
Sviðstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins.
Fundi slitið - kl. 15:15.